mar. 03, 2006

Eurovision blogg - finnska undrið

Jamm ég er sérstakur áhugamaður um Eurovision. Það er, ég á afmæli á sama tíma og Eurovision er haldið ár hvert og þarf því að halda Eurovision partý ef einhver á að nenna að mæta í afmælið mitt. Áður fyrr hataði ég Eurovision meira en pestina. Þið getið rétt ímyndað ykkur tólf ára strák sem þarf að sætta sig við að bara fimm sex strákar nenna að koma í afmælið hans vegna þess að allir voru svo fokking uppteknir af einhverri vælkyns lagahratskeppni. Hins vegar, þökk sé Norðmönnum í fyrra, Finnum, Pólverju og Austurríkismönnum, sem með frábærum lögum undanfarin ár hafa hækkað standardinn á keppninni og gert það að verkum að ég er alveg fullkomlega sáttur við að hoppa upp í strengjavagninn og held ég partý á hverju ári með pompi og pragt.

Ég bjóst við því að þetta árið myndi ég asnast til þess að halda með Íslendingum þar sem í fyrsta sinn höfum við þor til að senda út eitthvað sem er áheyrilegt og skemmtilegt sjó. En neinei... Finnar þurfa þá að slá sjálfum sér út og senda þetta band LORDI


Váááááááááááááá


Með því að smella hér má svo heyra lagið sem mun vinna Eurovision í mínu hjarta!

MONSTER ROCK!!!

Háttvirtur Bragi reit 19.03.06 13:03
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003