feb. 02, 2006

Lög Stúdentaráðs stórbrotin! (stórlega brotin)

Hér birtist 61. grein laga um Stúdentaráð Háskóla Íslands:


61.gr.
Við ráðningu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs og ritstjóra Stúdentablaðsins skal meta umsækjendur á faglegum grunni og líta sérstaklega til starfsreynslu og þekkingar á viðkomandi sviði. Auglýsa skal starfið laust til umsóknar, með skýrum hætti í útbreiddu dagblaði. Auglýsinguna skal birta minnst 10 virkum dögum fyrir lok umsóknarfrests.

Hér birtist fullyrðing tekin af forsíðu heimasíðu Röskvu:
Samstarf fylkinganna felur m.a. í sér að Vaka fær formann Stúdentaráðs og Röskva framkvæmdastjóra Stúdentaráðs.

Hér birtist fullyrðing tekin af forsíðu heimasíðu Morgunblaðsins:
Sigurður Örn Hilmarsson, oddviti Vöku, verður formaður Stúdentaráðs en Ásgeir Runólfsson, oddviti Röskvu, verður framkvæmdastjóri ráðsins.

Nú spyr ég, er þeim alvara með þessu? Er það virkilegt að fyrsta embættisgjörð nýs meirihluta Stúdentaráðs sé að svínbeygja og stórbrjóta lög ráðsins. Ég er svo aldeilishlessa. Þetta kallar á stjórnsýslukæru af mikilli stærðargráðu. Enginn umsækjenda um þetta starf mun sem sagt eiga möguleika í það nema að hann heiti Ásgeir Runólfsson, jafnvel þó að annar umsækjandi sé hæfari. Þetta kallast spilling og er ógeðfellt sukk og svínarí. Skammist ykkar og hegðið ykkur svona í bakherbergjum í framtíðinni en ekki úti á götu.

Háttvirtur Bragi reit 23.02.06 18:55
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003