feb. 02, 2006

Bókamarkaðsraup

Ég leit við á bókamarkaðnum í Perlunni á laugardaginn. Þar verslaði ég þónokkrar bækur. Ég fæ venjulegast hálfgert flog á svona mörkuðum og hrúga öllu sem hugurinn girnist í körfuna. Síðan seinna um daginn þá vitkast ég og tek upp úr henni það sem mig langar í raun ekki í og held því sem ég get ekki skilið við mig. Þessi bókamarkaðsdagur var ekkert frábrugðinn öðrum slíkum dögum. Eftir klukkutíma grúsk var ég kominn með í hendurnar eitthvað nálægt tíu bókum. Ég notaði áhugaverða leið til að minnka þann stafla. Þar sem ég hafði ekki tekið mér körfu var þetta byrjað að síga í og hægja á mér ferðina. Þannig flugu báðar matreiðslubækurnar og bók sem fjallaði um konungsdrauma íhaldsins fauk snemma einnig. Man ekki hvað fauk aukreitis, það getur ekki verið merkilegt. Þær bækur sem ég keypti voru:
1. Tilraunir handa Þorsteini, lánaði mitt eintak fyrir mörgum árum og hef ekki fengið það til baka. Man ekki hverjum. 400,- krónur
2. Framfaragoðsögnin eftir Von Wright 1000,- krónur
3. Ævisögu Tolkien 390,- krónur
4. Áform eftir Houellebecq 1000,- krónur
5. Ársrit Ferðafélags Íslands 1949-1951 inniheldur umfjöllun um vestur og norður Ísafjarðarsýslur ásamt að því er mig minnir Borgarfjarðarsveit. 800,- krónur fyrir þrjú bindi innbundin í eitt.

Ég hef sérstakan áhuga á ársritinu vegna fyrirhugaðrar ferðarminnar á jökulfirði og hornstrandir í sumar. Mamma benti mér á að hafa samband við ákveðinn herramann fyrir vestan til leiðsagnar og ég held að ég muni taka þessari leiðsögn á orðinu. Nafn þessa manns verður ekki gefið upp fyrr en ég hef haft samband við hann, en þangað til hef ég þá vísbendingu uppi að Þóra Marteinsdóttir vinkona mín ætti að kannast ansi vel við kauða. Enn er laust í þessa ferð og ég sit sveittur við að safna í hóp fyrir ferðina. Þeir sem hafa áhuga mega hafa samband við mig í síma.

Háttvirtur Bragi reit 27.02.06 13:11
Háttvirtir rituðu:

Já hvernig gengur með skipulagninguna. Ég verð erlendis frá 19. júní til 5. júlí. Allt eftir og jafnvel fyrir það gengur.

Athugasemd eftir Elías Jón reit 27.02.06 14:13

Þetta er allt að koma.

Athugasemd eftir Bragi reit 27.02.06 17:48

Vantar þig númerið á hann?

Athugasemd eftir Þóra Marteinsdóttir reit 27.02.06 22:37

Jamm það væri gott.

Athugasemd eftir Bragi reit 28.02.06 00:21
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003