feb. 02, 2006

Stúd... ía um mynd

Ég var haldinn efa og já, bara miklum efa þegar ég heyrði að gera ætti kvikmynd upp úr hinni stórgóðu bók Hitchhikers Guide to the Galaxy. BBC þættirnir gömlu voru vart þolanlegir og ekki dat mér í hug að einhver nýgræðingur á sviði kvikmyndagerðar gæti gert stórvirki úr þessum frábæra efnivið. Húmor bókarinnar er byggður á hnyttnum samtölum ásamt stórgóðum lýsingum sem erfitt er að sýna með myndmáli. Ég þorði aldrei á myndina í kvikmyndahúsi þar sem ég er haldinn einhverjum afbrigðilegum ótta við að sitja í rými þar sem allir horfa í sömu áttina. Ég beið því þar til myndin kom út á DVD formi. Og viti menn!! Konan mín sofnaði og ég þreif mig í sturtunni með vírbursta eftir korters áhorf. Þvílíkur viðbjóður! Vondur og ýktur leikur, ... hef ekkert að segja... bara ... ojjjjjjj Taktu þetta óbragð úr kjaftinum á mér gu.... nnar plataði ykkur Vantrúarmenn.

Minn úrskurður, eftir tíu ár þegar menn draga þessa mynd upp í partíum verður hún notuð á sama hátt og menn nota plötuna hans Gunnars Jökuls, Hamfarir. Takk fyrir.

Háttvirtur Bragi reit 03.02.06 13:27
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003