feb. 02, 2006

Ég sko býst við því...

Ég rakst inn á hina annars stórskemmtilegu vefsíðu hugsjonir.is í dag og ég þurfti ekki að lesa lengi þar til ég skellti uppúr.

Á dögunum heimsótti Aleida Guevara, dóttir argentínska byltingarmannsins Che Guevara, landið og hélt meðal annars fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík. Nú missti ég af þessum fyrirlestri, og veit því ekki nákvæmlega hvað Aleida hafði fram að færa. En ég held að mér sé óhætt að fullyrða að boðskapurinn hafi verið kommúnistastjórn Kastrós og föður síns í vil.

Ég sá einmitt Einar Odd í lúxushelmingi Baðstofu Lauga um daginn, hann var að spjalla við einhvern mann sem leit út fyrir að vera í Sjálfstæðisflokknum. Ég heyrði reyndar ekki hvað þeim fór á en eflaust hafa þeir verið að plotta sölu á Seðlabankanum til einkavina sinna...

Ég skrifaði upphaflega *Fíbbl hérna, en þar sem fólk þarf nú að gera ansi meira heimskulegt en þetta til að verðskulda þá nafnbót þá sleppum við því. Hinsvegar eru gagnrýnisraddir velferðarbossanna hér á Íslandi á því hvernig fólk ídolíserar Che afskaplega fyndnar. Fyrir fólk sem aldrei hefur horft upp á heilu þjóðirnar í hungursneyð og fátækt, fólk sem verður leitt ef það missir af Boston Legal á sunnudeginum og þarf að horfa á endursýninguna. Fólk sem lærir um lífið af bókum eins og ég. Hver erum við að gagnrýna mann sem frelsaði heila þjóð frá hungursneyð og vosbúð, aðferðir hans og áform. Eigum við ekki bara að líta í okkar eigin barm og sjá hvern bjána þetta frjálshyggjufólkið ídolíserar vestan við hafið. Sem þarf ekki á byssu að halda heldur segir tvö orð við einhvern kall og sprengjum er varpað á Bagdad. Þetta frjálshyggjufólk svokallaða veit ekkert um lífið, veit bara hvað það er að lifa í vellystingum. OOOOOOOOOOOOOOOOOOO þetta gerir mig svo pirraðan stundum. Hverjar eru raunverulegar hugsjónir fólks?

Háttvirtur Bragi reit 20.02.06 15:43
Háttvirtir rituðu:

Ég get nú ekki talað um fyrir hönd Sævars en mig grunar nú að hann hafi verið að nota tenginuna til að hefja greinina. Hann var að fjalla um Che en ekki efni eða innihald fundarins. Hann var einungis að geta sér til um að einhvað hafi farið fram en ekki að fullyrða það. En var hún ekki sjálf að prédikera svipað og faðir sinn? Mér skilst það á þeirri blaðagrein sem ég las um efni fundar hennar... En alltaf gaman hvað hægri fólk getur haft ólíkar skoðanir og það sem er vinstra megin :) Að mínu mati er Che engin frelsishetja og það er einhver mikill misskilningur í gangi þegar ungir krakkar eru að idolesera hann..

Athugasemd eftir Hanna Kristín reit 20.02.06 18:25

Hún var engan veginn að predikera eins og faðir hennar. Hennar boðskapur var einfaldlega sá að opna augu fólks á afleiðingum alþjóðavæðingar og það alls ekki á neikvæðan hátt. Hún var m.a. að tala um efnahagsbandalag ríkja rómönsku Ameríku sem hljómar nú ekkert illa. Einnig var hún mikið bara að staglast á tölum og viðskiptahindrunum.
Sko, málið er bara að ef maður hefur ekki hugmynd um hvað maður er að tala um þá er bara best að halda kjafti og hann Sævar hafði enga hugmynd um hvað hann var að segja en hann óð áfram og ímyndaði sér hvað hefði gerst á fundinum. Ég get bara rétt ímyndað mér hvað gerist á ritstjórnarfundum uppi á Mogga, bölvuð orgía örugglega. Ég er samt ekki að fara að byggja heila grein á ímyndunum mínum, sérstaklega ef ég væri að skrifa undir því yfirskini og von að einhver með hálfri hugsun myndi lesa það sem ég skrifaði.
Annað er svo það að það þýðir ekkert að vera að bölsótast yfir Che og reyna að traðka á ímynd hans. Fyrir svo afskaplega mörgum sem hans ímynd skiptir máli er hann frelsishetja þannig að skoðanir okkar í Verndaríki Norður Ameríku skipta þannig séð engu máli. Öll rök sem að því hníga að útmála hann sem morðingja eru bæði órökstuddur ósannleikur og rökstuddur sannleikur. Hins vegar, þá er það svo vitlaust að segja að þar sem hann drap fólk þá getur hann ekki verið hetja. Er hann ekki bara meiri hetja en pólítíkusarnir sem láta syni mæðra og eiginmenn kvenna berjast fyrir sig í nafni einhvers sem þessa menn skipta máli. Hann lagðist þó allavegana sjálfur í skærurnar í stað þess að veltast um með hundinum sínum á ofverndaðasta stað í heimi og vera svo fjarri öllum raunveruleika sem hugsast getur.
En Hanna mín ég þekki þig og veit hversu skörp og glögg þú ert, þú ert skráð í ritstjórn þessa tímarits og ég bið þig endilega að koma því á framfæri að svona skrif eru ekki til þess fallin að auka hróður ykkar. Ég læt svo fylgja með tengil á þessa grein sem ég vissulega gerði ekki þegar ég bloggaði. http://hugsjonir.is/?gluggi=pistill&id=442

Athugasemd eftir Bragi reit 20.02.06 19:10

Ég mun svo sannarlega koma því á framfæri að ÞÚ teljir þessi skrif ekki auka hróður okkar - hinsvegar tel ég þetta vera snilldar grein :)
kv,
HK

Athugasemd eftir Hanna Kristín reit 20.02.06 20:23

Ég er frjálshyggjumaður, en hef samt séð fátækt eins og þú lýsir, og upplifað hana í gegnum fólk sem mjög nálægt mér stendur, eins og þú veist.
Ég neyðist því til þess að hafna þessari alhæfingu um frjálshyggjumenn.

Ég hinsvegar dáist að Che og Fidel, því að þeir frelsuðu Kúbverja frá gjörspilltum og viðbjóðslegum lepp í líki ríkisstjóra sem mokaði undir sjálfan sig og mafíu í Bandaríkjunum.
Fólk sem ekki áttar sig á því að til þess að búa til eggjaköku verði að brjóta egg á erfitt. Bylting er stríð, í stríði gerast ljótir hlutir. Che var samt hetja, sannur hugsjónamaður sem hafði frelsun undan kúgun leppstjórna að leiðarljósi frekar en sósíalisma.
Sósíalisminn á Kúbu hefði enda verið tímabundið ástand til réttlátrar endurskipulagningar kúgaðrar þjóðar, hefði ekki verið fyrir viðskiptabann Bandaríkjanna sem neytt hefur Kúbverja til stöðnunar og lokað á frjálsa verslun sem er jú forsenda kapítalisma og almenns frelsis.

Athugasemd eftir Valli reit 22.02.06 04:22

Þegar ég slengdi þessu fram var ég kannski ekki að alhæfa, meira að benda á að flest þessa fólks lifir í vellystingum hér á vesturlöndum. Skilningur þinn á Che hlýtur hins vegar að vera litaður því hversu vel þú skilur fátækt og raunverulega neyð. Það sem ég er að sjálfsögðu raunverulega að benda á er því að, og ég dró sérstaklega frjálshyggjufólk til dóms vegna skrifa þeirra á ymsa vefi og önnur tímarit, velmegun okkar vesturlandabúa og fjarlægð frá neyð getur afskræmt skilning okkar á þjáningu og frelsisleit annarra. Við vorum svo heppinn að okkar frelsishetja var lögfróður og forseti bókmenntafélgs, slíkt hefði víst ekki dugað í rómönsku Ameríku.

Ég dreg hins vegar í land með alhæfingar en þær eru bara svo sko fjandi skemmtilegar.

Athugasemd eftir Bragi reit 22.02.06 10:42

Greets to the webmaster of this wonderful site! looks nice! excellent site.
lottery new york http://eteamz.active.com/lottery-new-york | japanese restaurant http://japanese-restaurant.atspace.com | porn site http://pornsite.builtfree.org | bank of america http://bank-of-america.atspace.com | sex toy http://sex-toy-sex.atspace.com |

Athugasemd eftir Donald reit 26.06.06 10:30

censored clips, deleted scenes, oops shots etc heather graham [url=http://heather-graham.toptuned.com]heather graham[/url]

Athugasemd eftir greg reit 15.02.07 06:02
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003