feb. 02, 2006

Það er svo gaman...

að heyra einhverja nýja tónlist sem maður getur sökkt sér ofan í. Sufjan Stevens er maður sem er búinn að heita sér því að semja plötur 50 talsins sem hver og ein fjallar um ríki Bandaríkjanna. Illinoise heitir sú sem ég er að hlusta á núna og ég get ekki annað sagt en að þetta er hin ánægjulegasta tónlist. Melódískt popp og það spillir ekki fyrir að þarna eru ávanabindandi lagbútar sem gjörsamlega troða sér inn fyrir varnarleysi hins svefndrukkna manns og gerir hann sönglandi allan daginn. Mér finnst það ekkert slæmt. Langar að komast yfir meira efni eftir þennan mann.

Fór á H-vaða í gær. Alþingi spilaði fyrir sprungnum hljóðhimnum. Ég missti af fyrra bandinu sem ég verð að játa að ég hef ekki hugmynd um hvað heitir. Ég ætla að skjóta á Hljómsveitin Þingmennirnir. Það væri hið minnsta varabærandi ef Hljómsveitin Alþingi og Þingmennirnir væru að leika fyrir dansi í Nasa Austurvelli.

Háttvirtur Bragi reit 05.02.06 13:13
Háttvirtir rituðu:

Hostile hét sú fyrri.

Athugasemd eftir Óli Gneisti reit 05.02.06 14:00
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003