feb. 02, 2006

Að kosningum loknum

Kosningum er lokið til stúdentaráðs og annað árið í röð hefur óskabarn þjóðarinnar, Háskólalistinn náð oddastöðu. Ég komst ekki að því fyrr en um hálf sjö í morgun þegar ég leit á símann minn og skoðaði sms skilaboð sem ég fékk frá honum Óla Gneista.

Í fyrra vorum við nauðbeygð til þess að taka formanninn. Í ár held ég að það sé eðlilegt að fylkingarnar sem hafa hvað mest atkvæðamagn á bak við sig semji um það á milli sín hver tekur við embættinu. Vaka og Röskva eru bara fylkingar. Það stendur hins vegar fólk á bak við skildi fylkingarinnar og þetta fólk þarf að læra hvað það er að vinna í samstarfi. Það er eitthvað sem persónan ég hef aldrei kunnað vel við og hef því aldrei boðið mig fram til Stúdentaráðs eða í neina slíka ábyrgðarstöðu án þess að vera fullviss um að ég komist ekki að. Sumir gætu kallað þetta áhugaleysi en mér hefur fundist eðlilegra og betra fyrir mig að beita mér á annan hátt. Sumir kalla það því ljóta nafni að vinna á bakvið tjöldin en mér finnst það óttalegt ónefni. Ég vil miklu frekar telja mig til þeirra sem vinna hugmyndavinnu í þágu ákveðins málsstaðar. Á undanförnu ári hef ég ekki gefið mikið af mér þar sem mér hefur fundist ég hafa sagt allt sem segja þarf um þessa hagsmunabaráttu. Ég hef samt fylgst vel með og tel mig geta gefið greinargóða lýsingu á þeim breytingum sem hafa orðið á þessari pólitík.

Á þeim árum sem Háskólalistinn hefur verið í framboði, þá hafa styrkir og afskipti stjórnmálaflokka á landsvísu minnkað stórlega. Sumir halda því reyndar fram að enga hjálp sé að fá frá flokkunum, en ég veit betur. Einræði í Stúdentaráði hefur runnið sitt skeið á enda. Allar fylkingarnar eru virkar allt árið og nýtist þá þessi gamli góði slagkraftur sem var afskaplega mikið talað um veturinn 2002-2003.

Öllum ætti nú að vera ljóst að kosningakerfið er meingallað og því þarf að breyta, ef meirihlutanum finnst hugmyndin um einstaklingskosningar of róttæk og ómeðfærileg þá má ræða aðra valkosti. Stubbalistar eru útspil sem voru viðbrögð Röskvu við tillögum okkar árið 2004. Mér líkaði vel við þá hugmynd. Þar er ekkert vandamál þegar kemur að varamönnum. Að kjósa til eins árs í einu er eitthvað sem verður hreinlega að gerast, núverandi ástand er hreint út sagt hlægilegt. Reynslurökin eiga ekki við “rök” að styðjast. Engin takmörk á því hversu oft fólk getur boðið sig fram þýðir að reynslan getur haldist við í langan tíma. Nú, ef svo fólk vill ekki bjóða sig fram í annað sinn þá það. Ekki hefur það staðið t.d. núverandi formanni fyrir þrifum. Hann fékk hið góða nesti, “hér eru lyklarnir og þarna er hurðin bless” frá fráfarandi Vökuformanni. Hann hefur spjarað sig ágætlega.

En svo til að draga saman. Vaka, Röskva, boltinn er hjá ykkur, reynið að sparka honum í markið.

Háttvirtur Bragi reit 10.02.06 20:11
Háttvirtir rituðu:

Arguing about student politics is like competing in the Special Olympics.
Even if you win, you're still probably retarded.

Athugasemd eftir Valli reit 15.02.06 02:12
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003