jan. 01, 2006

Vaka lúffar fyrir Háskólalistanum og baráttumáli H-listans er náð

Eftirfarandi birtist í Stúdentablaðinu fyrir kosningarnar í fyrra, árið 2005:

Formannsefni framboða kynnt: Háskólalistinn mun fyrir kosningar kynna fulltrúa sinn til formennsku í Stúdentaráði. Það hlýtur að vera krafa stúdenta við Háskóla Íslands að hafa fyrirfram vitneskju um hver komi til með að vera þeirra helsti talsmaður á komandi tímabili.

Eftirfarandi birtist á Mbl.is þann 25. janúar 2006:

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, kynnir nú í fyrsta sinn sérstakt formannsefni í kosningabaráttunni, þ.e. frambjóðanda sem verður formaður Stúdentaráðs ef Vaka vinnur meirihluta í ráðinu. Formannsefnið er laganeminn Sigurður Örn Hilmarsson, sem setið hefur í Stúdentaráði síðasta árið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vöku.

Vaka segir að með þessu móti fái stúdentar aukin áhrif varðandi það hver verði næsti formaður ráðsins. „Embætti formanns er það mikilvægasta í ráðinu og hann er talsmaður stúdenta út á við og það hlýtur að teljast eðlilegt að kjósendur komi að vali hans,“ segir í tilkynningunni.

Ég vil, fyrir hönd Háskólalistans þakka Vöku fyrir að hlýða svona vel og bíð bara eftir að Röskva geri slíkt hið sama.

Háttvirtur Bragi reit 25.01.06 17:58
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003