jan. 01, 2006

Spilafíkn á Íslandi

Ég er að horfa á Kastljósið endursýnt og Ögmundur Jónasson og Þórarinn Tyrfingsson eru að rökræða um útdeilingu fjár úr spilakössum og hvort það eigi ekki bara að banna þá. Ég persónulega var ekkert á móti spilakössum og einstaka veðmáli þar til ég hóf vinnu, fyrir nokkrum árum, á veitingastað sem einmitt bauð upp á notkun slíkra tækja. Mér fannst þetta bara vera einn af þessum hlutum sem fólk ætti að gera upp með sjálfum sér hvernig ætti að fara með. Eftir að hafa séð fólk sem á lítið undir sér og eygir jafnvel heilu og hálfu mánuðina án peninga og neyðst til að lifa á lánum frá glæpamönnum hef ég myndað mér þá skoðun að við sem samfélag eigum ekki að leggja blessun okkar yfir þetta fyribæri. Við eigum ekki að leggja gildrur fyrir fólk sem eru gjörsamlega gagnslausar. Einhverjir hafa þá skoðun að þetta sé of mikilvæg tekjulind fyrir góðgerðafélög. Ég segi, lækkum bara framleiðslustyrki í landbúnaði til móts við þetta. Nenni ekki að skrifa meira, góða nótt.

Háttvirtur Bragi reit 18.01.06 23:55
Háttvirtir rituðu:

Bragi Bragi, þú hefur greinilega ekki heyrt orðræðu mína um Ísland sem hið næsta Mónakó, eða kannski frekar Vegas. Verð að hamra það inní þig við fyrsta tækifæri.
Í grunninn myndum við byrja á að breyta herstöðinni í Casino fyrir millilendingarfarþega (eitthvað verður að gera við húsin þegar herinn fer), og svo smám saman færa okkur uppá skaftið. Hversu töff helduru að Evrópubúum og Könum þætti að koma til Íslands, djamma frá sér ráð og rænu (eins og þeir gera núþegar), en að auki spandera fullt af gjaldeyri í spilavítum, búandi til fullt af störfum fyrir Keflvíkingana sem misstu vinnuna eftir að hernámi lauk.
Ég meina, væri maður ekki frekar til í að vinna í Casino heldur en álveri ?

Að banna fjárhættuspil er álíka gáfulegt og að banna bjór af því að sumir drekka of mikið. Þú vilt ekki banna bjór Bragi, er það ?

Athugasemd eftir Valli reit 21.01.06 17:53

Ekkert bull Bragi minn. Það ætti ekki að banna spilakassa frekar en bíla. Allir þessir helv... unglingar að keyra of hratt og drepa sig og aðra!! Fólk verður nú bara að ákveða sjálft hvernig það hagar sínu lífi. En eins og í umferðarfræði fyrir bílprófið er sjálfsagt að aðstoða fólk við að drepa sig ekki á þessu.

Athugasemd eftir Eiríkur reit 24.01.06 17:40

Sniðug hugmynd með casino uppá velli.

Athugasemd eftir Kristjana reit 24.01.06 18:16
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003