jan. 01, 2006

Skrítinn riðill í EM

Ég var að fylgjast með drættinum fyrir EM í fótbolta. Við erum í riðli með Spánverjum, Svíum, Dönum, Lettum, Norður Írum og Liechtenstein. Ekki varð okkur kápan úr því klæðinu að fá Englendinga í riðilinn, það hefur verið langþráður draumur Eggerts Magnússonar. Góðu fréttirnar eru þær að við þurfum ekki að ferðast um hálfan hnöttinn, til Armeníu eða Kazakhstan en vondu fréttirnar eru þær að þarna eru þrjú lið sem öll eru firnasterk. Svíar og Danir hafa gríðartak á okkur og Spánn ernáttúrulega alltaf Spánn. Liðin sem við ættum ekki að vera í vandræðum með eru Norður Írar og Liechtenstein. Lettar hafa verið að styrkjast á undanförnum árum og eru með mikið harðjaxlalið. Við ættum að geta strítt Spáni að mínu mati ef sagan kennir okkur eitthvað. Við höfum nokkrum sinnum náð hagstæðum úrslitum gegn þeim. Annars er þetta bara fyrirheit um skemmtilega leiki á næstu árum í Laugardalnum.

Háttvirtur Bragi reit 27.01.06 11:36
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003