jan. 01, 2006

Hagræði í Hagfræði

Ég er á leið inn í heim hagfræðinnar þar sem ýmislegt er útreiknað. Þessir útreikningar eru ekki eitthvað sem ég óttast. Ég hef svo sem ekki stundað neina útreikninga af viti síðan í framhaldsskóla og það er að verða kominn sex ár síðan ég leit síðast á jöfnu. ég hef í gegnum árin svo sem óttast þessa stærðfræði gífurlega en ég held að með því að gera þá merkilegu uppgötvun að með nægilegri vinnu er manni allt möögulegt þá hafi mér tekist að komast yfir þessa hræðslu.

Ástæðan fyrir þessari kúvendingu í námi er mér reyndar eðlislæg og þetta skeður reglulega á þriggja ára fresti. Áhugi minn á hagfræði er þótt ótrúlegt megi virðast alggjörlega faglegur. Þ.e, ég hef áhuga á sjálfu náminu og þeim athugunum sem hagfræðingar fást við. Ekki sakar að þetta peningasjúka samfélag virðist meta menn sem geta svarað þér hvaðan þú getur búist við næstu krónu umfram menn sem eiga í erfiðleikum með að svara einni einustu spurningu um um sín fræði með án vafa. Sannleikanum samkvæmt verð ég nú að segja það að hagfræðin er reyndar ekki neitt fjarri heimspekinni þegar kemur að þessari ónákvæmni og vafa enda er hún upprunnin í heimspeki.

Ég gæti haldið áfram að sannfæra sjálfan mig um að ég sé að gera rétt með þessu en ég læt það vera í bili.

Háttvirtur Bragi reit 18.01.06 17:46
Háttvirtir rituðu:

Jibbiddí skibbiddý...!!!! :D

Bragi sæti memm í rekstrarhagfrði II

Athugasemd eftir Kristjana reit 24.01.06 18:10
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003