des. 12, 2005

Smá leikur

Ég lét Auði segja eitthvað um mig og er því víst skyldugur til að setja þetta hér.

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

Háttvirtur Bragi reit 11.12.05 19:35
Háttvirtir rituðu:

Ég !

Athugasemd eftir Auður Lilja reit 11.12.05 19:53

Auður

Þú ert á hraðferð inn á Alþingi
Rebellinn
Pressukaffi
Á undirbúningsfundi á Prikinu
Kisu
Hversu lengi ætlarðu að vesenast í þessum Vinstri Grænum, koddu yfir til okkar kratanna þar sem þú átt heima...

Athugasemd eftir Bragi reit 11.12.05 20:00

Mig langar líka :)

Athugasemd eftir Kristjana reit 11.12.05 20:01

Kristjana

Þú felur þig alltaf fyrir mér þegar ég kem heim.
Cheek to cheek og Breakfast at Tiffany´s
Súkkulaðirúsínur
Ég reyndi að ráða þig sem böss á Thomsen daginn áður en ég féll fyrir þér
Antílópu
Af hverju ég?

Athugasemd eftir Bragi reit 11.12.05 20:05

Nötsj þú reyndir að ráða mig í fatahengið

Athugasemd eftir Kristjana reit 11.12.05 20:23

Konan og Auður? Alltof auðvelt, kominn tími á smá challenge hérna ...

Athugasemd eftir Ásgeir H reit 12.12.05 19:35

Þú ert afkastamikill og duglegur en mættir brýna hnífana betur.
The Paper
Gambrabragð
Ég hef kannast við þig í of langan tíma til að muna eftir fyrstu ljósu minningunni, en ég get sagt þér að ég áttaði mig fyrst á hæfileikum þínum og getu eftir samtal sem ég átti við Ella fyrir hálfu ári síðan. Innihald samtalsins verður áfram okkar privat en þú þarft ekki að óttast.
Ljónsunga
Hvenær setjumst við almennilega niður og kryfjum landsmálin?

Athugasemd eftir Bragi reit 12.12.05 22:35

jæja.. eigum við að sjá hvað þú segir um mig þá?

Athugasemd eftir Hr. Einar V.Bj. Maack reit 13.12.05 15:32

Þú mættir öðlast meiri reynslu sem öflugur starfsmaður hjá ungu sprotafyrirtæki
Clockwork Orange
Bjór
Ég að kenna tjáningu og ræðumennsku í Digranesskóla og þú sem nemandi minn
Springer Spaniel
Einar, af hverju ferðu ekki oftar í ljós!

Athugasemd eftir Bragi reit 13.12.05 16:28

Springer Spaniel? *móðg*
akkuru ekki bara Jerry Springer?


hundar.. bah!

BTW.. vegna nafngiftar kattar ykkar vildi ég benda á að ég á Jedi-Mistressið Yoda! (sem beygist ekki þó notað sé í kvenkyni)

Athugasemd eftir Hr. Einar V.Bj. Maack reit 13.12.05 17:00

búkalú

Athugasemd eftir Elías Jón reit 19.12.05 13:13

Elías Jón

Rauðhærði rauðhærðra ræninginn
Ég ætla sko ekki að segja Stuck in the Middle with you, verð að segja He Man í flutningi Hraun!
KAFFI
Langt símtal Freys við þig hlýtur að vera fyrsta minningin.
Fjallageit
Hvernig væri svo að kippa þessum augnbrúnastaut úr augnbrúninni.

Athugasemd eftir Bragi reit 20.12.05 10:19
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003