desember 30, 2005

Gleðilegt nýtt ár

Í tilefni nýs árs eftir nokkrar stundir birti ég hér tengil á ljóð sem tengist jólagjöfinni minni til Kristjönu. Takk Matti fyrir að birta vísun á þessa síðu.

Smellið Hér

Bragi reit 01:46 EH | Comments (0)

desember 20, 2005

Urrrrr

Af hverju þarf ég að fá slíka útreið! HVÍ!

QuizGalaxy.com!


Take this quiz at QuizGalaxy.com
Bragi reit 11:40 FH | Comments (1)

desember 11, 2005

Smá leikur

Ég lét Auði segja eitthvað um mig og er því víst skyldugur til að setja þetta hér.

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

Bragi reit 07:35 EH | Comments (12)

desember 09, 2005

Afsagnir ráðherra

Bara svona að spökulera. Félagsmálaráðherra er dæmdur af hæstarétti fyrir að, með fólskubrögðum bola jafnréttisstýru úr starfi. Ríkið er dæmt skaðabótaskylt. Er manninum stætt á að starfa áfram? Hvað þarf ef ekki hæstaréttardóma til að bola mönnum sem ekki eru hæfir til starfa úr þeim? Valgerður Sverrisdóttir kom reyndar með svarið um daginn þegar hún tjáði sig um Kristinn H. Gunnarsson. Þar sagði hún að spyrillinn gæti bara rétt ímyndað sér hvernig væri að vera með svona manni í liði. Þetta er einmitt vandinn. Helvítis ungmennafélagsandinn sem er að hrjá alla í þessari stjórn. Allir eru saman í liði og enginn má gagnrýna neinn vegna þess að þá er hann að skaða liðsandann. Það er engu líkara en að liðsandinn sé orðinn þessu fólki mikilvægari en velferð íbúanna á landinu.

Árni Magnússon á að segja af sér. Svo einfalt er það. Þessi dómur er ekki eina vísbendingin um að hann sé vanhæfur. Skýrslan hans Stefáns Ólafssonar svertir störf hans og sýnir svart á hvítu hversu ömurleg kjör öryrkja eru hér á landi. Skýrslan ætti líka að sýna okkur, eins og Stefán Pálsson hefur bent á, að fjölgun öryrkja er ekki vegna einhverrar sjúkdómavæðingar heldur er þetta aðallega bundið í skilgreiningar.

Allar svona skoðanir manns eru hins vegar banal þar sem í raun er ég fullviss um að Árni og hans meðreiðarsveinar munu halda áfram sínu starfi án þess að hlusta á svona jaðarhópa eins og vinstri menn eða öryrkja. Þeir vita að atkvæðin felast annars staðar.

Sukk!

P.S. Ég lét engar vísanir í færsluna. Þetta er gert viljandi þar sem tenglar í færslunum mínum verða einum of dökkir og orðin sjást því illa. Ætla að laga þetta á eftir.

Bragi reit 01:39 EH | Comments (1)