des. 12, 2005

Afsagnir ráðherra

Bara svona að spökulera. Félagsmálaráðherra er dæmdur af hæstarétti fyrir að, með fólskubrögðum bola jafnréttisstýru úr starfi. Ríkið er dæmt skaðabótaskylt. Er manninum stætt á að starfa áfram? Hvað þarf ef ekki hæstaréttardóma til að bola mönnum sem ekki eru hæfir til starfa úr þeim? Valgerður Sverrisdóttir kom reyndar með svarið um daginn þegar hún tjáði sig um Kristinn H. Gunnarsson. Þar sagði hún að spyrillinn gæti bara rétt ímyndað sér hvernig væri að vera með svona manni í liði. Þetta er einmitt vandinn. Helvítis ungmennafélagsandinn sem er að hrjá alla í þessari stjórn. Allir eru saman í liði og enginn má gagnrýna neinn vegna þess að þá er hann að skaða liðsandann. Það er engu líkara en að liðsandinn sé orðinn þessu fólki mikilvægari en velferð íbúanna á landinu.

Árni Magnússon á að segja af sér. Svo einfalt er það. Þessi dómur er ekki eina vísbendingin um að hann sé vanhæfur. Skýrslan hans Stefáns Ólafssonar svertir störf hans og sýnir svart á hvítu hversu ömurleg kjör öryrkja eru hér á landi. Skýrslan ætti líka að sýna okkur, eins og Stefán Pálsson hefur bent á, að fjölgun öryrkja er ekki vegna einhverrar sjúkdómavæðingar heldur er þetta aðallega bundið í skilgreiningar.

Allar svona skoðanir manns eru hins vegar banal þar sem í raun er ég fullviss um að Árni og hans meðreiðarsveinar munu halda áfram sínu starfi án þess að hlusta á svona jaðarhópa eins og vinstri menn eða öryrkja. Þeir vita að atkvæðin felast annars staðar.

Sukk!

P.S. Ég lét engar vísanir í færsluna. Þetta er gert viljandi þar sem tenglar í færslunum mínum verða einum of dökkir og orðin sjást því illa. Ætla að laga þetta á eftir.

Háttvirtur Bragi reit 09.12.05 13:39
Háttvirtir rituðu:

Mér er andskotans sama hver er félagsmálaráðherra í þessu landi, ef þessi gæji segir af sér verður honum bara troðið í e-a feitt embætti hvort eð er og einhver önnur álíka vel logandi merkikerti sett í staðinn.

Það sem ég vil er að kauði verði látinn borga þessar milljónir úr eigin vasa, því það er beinlínis ólíðandi að við skattgreiðendur skulum þurfa að borga fyrir hans klúður. Ekki borgar Árni mína reikninga sem ég stofna til og því á ég ekki að borga hans.

Athugasemd eftir Valli reit 16.12.05 21:02
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003