n&#. 11, 2005

Skúli Óskarsson

Stefán Pálsson (hér) minntist á Skúla Óskarsson í nýlegu bloggi. Ég á nokkrar æskuminningar sem tengjast því kraftasmámenni. Hann var nefnilega ekkert gríðarlega hávaxinn. Samt sem áður litum við krakkarnir í hverfinu gríðarlega upp til hans og lag með Ladda sem fjallaði um heimsmetið hans var í miklu uppáhaldi. Það var hins vegar einn dagur sem táknar fyrir mér merkilegasta dag uppvaxtar míns utan fjölskyldunnar. Ferð í Hagkaup þar sem ég vann sælgætiskörfu í spurningarkeppni sem Ómar Ragnarson hélt og svo kynnti amma mín (sem þá vann hjá Hagkaupum í Skeifunni) mig fyrir Skúla Óskarssyni. Hann vann þá í Hagkaupum sem öryggisvörður og hann lyfti mér upp eins og ég væri fjöður. Aðdáunin var eindregin og hann var sönn hetja í mínum augum. Ég hélt alltaf með Skúla umfram menn eins og Jón Pál. Merkilegt að einn minnisstæðasti dagur minnar æsku hafi verið lituð tveimur mönnum sem hvor um sig lent í því að vera sköllóttir um aldur fram og að Laddi hafi samið um þá lag.

Úff ég held það sjáist á þessari færslu að ég sé ennþá veikur. Bið að afsaka stuttaralegar setningarnar.

Háttvirtur Bragi reit 09.11.05 23:02
Háttvirtir rituðu:

Það er gott að sjá að áhrifin komi ekki aðeins frá vinstri sinnuðum hugsuðum á 19. öld. Einnig er vert að minnast á það að stuttar setningar eru oft betri en langlokur. Hvað varð annars um þig? Maður hefur ekkert séð af þér síðan í undirbúningi fyrir jólapróf 2004.

Athugasemd eftir Eiríkur R. reit 19.11.05 14:14

Ég gifti mig og fékk mér kött. Er annars búinn að vera að vinna eins og svín að fleiri en einum hlut. Bæði að vinna fyrir KB ráðgjöf og í skólanum að velta fyrir mér ímyndum. Ég bjalla í þig fyrr en seinna.

Athugasemd eftir Bragi reit 21.11.05 17:38

Ég áttaði mig ekki alveg á því fyrst hvað var bogið við þessa setningu :

"...Ferð í Hagkaup þar sem ég vann sælgætiskörfu í spurningarkeppni sem Ómar Ragnarson hélt og svo kynnti amma mín (sem þá vann hjá Hagkaupum í Skeifunni) mig fyrir Skúla Óskarssyni..."

Ha? Bragi að vinna spurningakeppni? ok má vera, enda Bragi eflaust verið eitt af þessum börnum sem var snemma kominn með áhuga á umhverfinu. En við annan lestur áttaði ég mig hins vegar á mögulega betri skýribreytu:

Ferð í Hagkaup.
Bragi fer í spurningakeppni.
amma vann hjá Hagkaup.
Bragi vinnur spurningakeppni.

Félagsvísindin eru ekki svo galin..

Athugasemd eftir Tryggvi reit 08.12.05 23:39

Bölvaður!

Athugasemd eftir Bragi reit 09.12.05 16:41
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003