nóvember 09, 2005

Skúli Óskarsson

Stefán Pálsson (hér) minntist á Skúla Óskarsson í nýlegu bloggi. Ég á nokkrar æskuminningar sem tengjast því kraftasmámenni. Hann var nefnilega ekkert gríðarlega hávaxinn. Samt sem áður litum við krakkarnir í hverfinu gríðarlega upp til hans og lag með Ladda sem fjallaði um heimsmetið hans var í miklu uppáhaldi. Það var hins vegar einn dagur sem táknar fyrir mér merkilegasta dag uppvaxtar míns utan fjölskyldunnar. Ferð í Hagkaup þar sem ég vann sælgætiskörfu í spurningarkeppni sem Ómar Ragnarson hélt og svo kynnti amma mín (sem þá vann hjá Hagkaupum í Skeifunni) mig fyrir Skúla Óskarssyni. Hann vann þá í Hagkaupum sem öryggisvörður og hann lyfti mér upp eins og ég væri fjöður. Aðdáunin var eindregin og hann var sönn hetja í mínum augum. Ég hélt alltaf með Skúla umfram menn eins og Jón Pál. Merkilegt að einn minnisstæðasti dagur minnar æsku hafi verið lituð tveimur mönnum sem hvor um sig lent í því að vera sköllóttir um aldur fram og að Laddi hafi samið um þá lag.

Úff ég held það sjáist á þessari færslu að ég sé ennþá veikur. Bið að afsaka stuttaralegar setningarnar.

Bragi reit 11:02 EH | Comments (4)

nóvember 01, 2005

Kisa litla sæt og fín.

Jamm ég lét eftir sjálfum mér og við skötuhjúin fengum okkur litla kisu á laugardaginn. Þar sem mér er meinilla við að setja myndir inn á bloggið mitt þá eftirlæt ég Kristjönu það hlutverk. Nýjasti meðlimur Skaftason family heitir Leia Prinsessa. Nú halda flestir sem mig hafa þekkt lengur en fimm ár að það nafn hafi komið frá mér og minni ást á Væringjum og mættinum. Þetta skrifast hins vegar allt á hana Kristjönu sem datt þetta snjallræði í hug. Leia er búin að taka okkur í þessa líka gríðarlegu sátt og hjúfrar sig upp að manni við hvert tækifæri. En eins og ég segi, ef þið viljið sjá myndir then step right this way ladies and gentlemen...

Bragi reit 01:53 EH | Comments (1)

Kommúnistar!

Ég hef tekið eftir aukinni fylgni með verkum þessarar ríkisstjórnar og verkum ráðstjórnarríkjanna. Ég mun á næstu dögum, í framhaldi af þessari ábendingu, telja upp kommúnísku einkenni hægristjórnarinnar á Íslandi. Þegar ég segi kommúnísku þá á ég við einfalda hliðstæðu þeirra gjörða sem gerðar voru austan tjaldsins.
Dæmi 1. Ríkisvæðing passaljósmynda. SMELLIÐ HÉR

Næsta umfjöllun mun snúast um landbúnað.

Bragi reit 09:13 FH | Comments (0)