okt. 10, 2005

Valli "probaði" mig

Jamm, ætli ég sé ekki enn á lífi. Það er nú hins vegar þannig að ég er svo mikið að vinna þessa dagana að ég held að ég hafi ekki tíma til að krota á bloggið mitt. Ég er líka alveg ótrúlega fúll yfir því að ég skuli ekki hafa verið klukkaður eins heimskulegt og það er. Jafnvel þótt ég hafi verið að blogga í þrjú fjögur ár og eigi mörg hundruð lesendur sem hafa iðulega lesið röflið í mér sama hvað það er langt síðan ég skrifaði síðast. hrrrmmmff

Við Kristjana höfum gengið í gegnum mikið breytingatímabil að undanförnu með giftingu og vinnu. Ég byrjaður að vinna fyrir manninn og hún á seinasta árinu í markaðsfræðinni. Hvernig er það voru markaðsfræðingar ekki á meðal hárgreiðslumanna og símaklefaræsta sem sendir voru burt frá Golgafrincham í The Restaurant at the End of the Universe? Ekki kannski spurning sem maður á að spyrja út í netheima. Þeir hafa verið svo afnördaðir að undanförnu. Bara strákar eins og Bjarni Rúnar og Már sem halda uppi heiðri nördanna til forna með html og forritunar skrifum sínum. Heill sé þeim þrátt fyrir skilningsleysi mitt á sumum skrifum þeirra.

Háttvirtur Bragi reit 02.10.05 12:49
Háttvirtir rituðu:

Flott síða, vonandi getum við verið vinir.

p.s. ég er ekki einmana sko.

Athugasemd eftir alli reit 03.10.05 08:55
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003