okt. 10, 2005

Tára ár

Ég átti eina verstu stund lífs míns fyrir tíu árum. Ég held það þurfi ekkert að stafa það fyrir fólki í hvaða samhengi þessi stund var. Mikið af fólki sem ég þekki mjög náið misstu mjög mikið og engin leið er fyrir mig að skilja þessa sorg sem læsti sig inn í hjarta þeirra og smitaðist yfir á mig. Það eina sem við sem stóðum með Flateyringum gátum gert var að veita þeim hlýju og samúð. Einlægar tilfinningar sem við búum yfir í miklum mæli en leyfum okkur allt of sjaldan að sýna. Einum manni, ekki umfram aðra, heldur vegna duttlunga örlaganna, eru hugsanir mínar með í dag. Ég held að hann viti hver hann er, þannig að ég er ekkert að nefna hann hérna.

Háttvirtur Bragi reit 26.10.05 20:19
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003