okt. 10, 2005

Kvikmyndagerð á Íslandi

Ég á kunningja sem ég spila fótbolta með. Hann er kvikmyndagerðarmaður og heitir Óli Jó. Hann hefur verið að dúlla sér í því að gera myndir á borð við Blindsker og Africa United. Hann ákvað að opna á sér túlann núna varðandi stöðu heimildarmyndaiðnaðarins gagnvart RÚV. Hún er hreint út sagt hræðileg. RÚV er að sjúga blóðið úr einni skuldsettustu og fátækustu stétt starfandi manna hér á Íslandi. Þessi iðnaður, kvikmyndaiðnaðurinn er gríðarlega kostnaðarsamur og hef ég í gegnum vin minn Jósa, sem einnig er kvikmyndagerðarmaður, kynnst því í gegnum árin að þetta er ekki bara starf heldur er þetta helgun. Kvikmyndagerðarmenn helga líf sitt starfinu. RÚV gerir ekkert annað en að vera fyrir í þeim prósess og á því lítið annað en skammir skilið. Óli lýsir þessu betur en ég og hér má lesa eldræðu hans.

Háttvirtur Bragi reit 28.10.05 15:28
Háttvirtir rituðu:

Það sem þarf einfaldlega að gera er að tryggja peninga til að viðhalda safninu hjá RÚV, það er ákaflega illa statt og er mjög neðarlega í forgangsröðinni þarna innanhúss. Það sem er í raun mikið verra en að fólk þurfi að borga stórfé fyrir þetta er að efni er ennþá eytt þarna vegna peningavandræða.

Athugasemd eftir Óli Gneisti reit 28.10.05 16:01

Gárungarnir segja að þetta sé komið til vegna þess að Ragnar Santos, félagi Óla Jóh hafi verið of duglegur að nýta sér það að hann sem innanbúðamaður á RÚV gat farið sjálfur í safnið og sótt sér efni að eigin geðþótta. Svo þegar myndin var tilbúin fór safnadeildin á RÚV yfir þetta allt saman og rétti þeim þennan svakalega reikning.
Fólk sem stendur fyrir utan RÚV fær a.m.k. að vita þessar svakalegu tölur þegar það skoðar efnið sem það vill kaupa.

En mér finnst þetta vera ágætis hugmynd hjá Óla að selja RÚV efni á sama taxta og það selur sjálft. Það væri spor í rétta átt.

Athugasemd eftir Jósi reit 28.10.05 19:16

til hamingju með brullupið, Var ekki gott glens? Maður hefur ekki heyrt í þér svo lengi. Og hvað á það að þýða að vera vinna hjá manninum.

Athugasemd eftir Balli Esra reit 29.10.05 00:10

hvað geriru annars fyrir manninn?

Athugasemd eftir Balli Esra reit 29.10.05 00:23

Sæll Balli minn. Ég er að vinna fyrir fyritæki sem heitir KB ráðgjöf og er lífeyris og tryggingaráðgjafi þar. Þetta var aldeilis fínt partý og minn glaður.

Athugasemd eftir Bragi reit 29.10.05 19:13
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003