október 28, 2005

Kvikmyndagerð á Íslandi

Ég á kunningja sem ég spila fótbolta með. Hann er kvikmyndagerðarmaður og heitir Óli Jó. Hann hefur verið að dúlla sér í því að gera myndir á borð við Blindsker og Africa United. Hann ákvað að opna á sér túlann núna varðandi stöðu heimildarmyndaiðnaðarins gagnvart RÚV. Hún er hreint út sagt hræðileg. RÚV er að sjúga blóðið úr einni skuldsettustu og fátækustu stétt starfandi manna hér á Íslandi. Þessi iðnaður, kvikmyndaiðnaðurinn er gríðarlega kostnaðarsamur og hef ég í gegnum vin minn Jósa, sem einnig er kvikmyndagerðarmaður, kynnst því í gegnum árin að þetta er ekki bara starf heldur er þetta helgun. Kvikmyndagerðarmenn helga líf sitt starfinu. RÚV gerir ekkert annað en að vera fyrir í þeim prósess og á því lítið annað en skammir skilið. Óli lýsir þessu betur en ég og hér má lesa eldræðu hans.

Bragi reit 03:28 EH | Comments (5)

október 26, 2005

Tára ár

Ég átti eina verstu stund lífs míns fyrir tíu árum. Ég held það þurfi ekkert að stafa það fyrir fólki í hvaða samhengi þessi stund var. Mikið af fólki sem ég þekki mjög náið misstu mjög mikið og engin leið er fyrir mig að skilja þessa sorg sem læsti sig inn í hjarta þeirra og smitaðist yfir á mig. Það eina sem við sem stóðum með Flateyringum gátum gert var að veita þeim hlýju og samúð. Einlægar tilfinningar sem við búum yfir í miklum mæli en leyfum okkur allt of sjaldan að sýna. Einum manni, ekki umfram aðra, heldur vegna duttlunga örlaganna, eru hugsanir mínar með í dag. Ég held að hann viti hver hann er, þannig að ég er ekkert að nefna hann hérna.

Bragi reit 08:19 EH | Comments (0)

október 24, 2005

Takk Mamma

Smelltu hérna

Bragi reit 02:09 EH | Comments (0)

október 02, 2005

Valli "probaði" mig

Jamm, ætli ég sé ekki enn á lífi. Það er nú hins vegar þannig að ég er svo mikið að vinna þessa dagana að ég held að ég hafi ekki tíma til að krota á bloggið mitt. Ég er líka alveg ótrúlega fúll yfir því að ég skuli ekki hafa verið klukkaður eins heimskulegt og það er. Jafnvel þótt ég hafi verið að blogga í þrjú fjögur ár og eigi mörg hundruð lesendur sem hafa iðulega lesið röflið í mér sama hvað það er langt síðan ég skrifaði síðast. hrrrmmmff

Við Kristjana höfum gengið í gegnum mikið breytingatímabil að undanförnu með giftingu og vinnu. Ég byrjaður að vinna fyrir manninn og hún á seinasta árinu í markaðsfræðinni. Hvernig er það voru markaðsfræðingar ekki á meðal hárgreiðslumanna og símaklefaræsta sem sendir voru burt frá Golgafrincham í The Restaurant at the End of the Universe? Ekki kannski spurning sem maður á að spyrja út í netheima. Þeir hafa verið svo afnördaðir að undanförnu. Bara strákar eins og Bjarni Rúnar og Már sem halda uppi heiðri nördanna til forna með html og forritunar skrifum sínum. Heill sé þeim þrátt fyrir skilningsleysi mitt á sumum skrifum þeirra.

Bragi reit 12:49 EH | Comments (1)