j&#. 06, 2005

Tímamót

Nú eru tímamót í mínu lífi. Ég lýk námi mínu í Háskóla Íslands á næstu dögum og vikum. Þ.e. ef ég asnast til þess að skrifa þessa blessuðu B.A. ritgerð bráðlega. Ég er að fara að giftast fallegustu konu í heiminum þann 30 júlí. Ég er nýbyrjaður í mjög krefjandi og skemmtilegri vinnu þar sem ég nýt mín ákaflega vel. Sem sagt, flest gengur eins og í sögu þessa dagana. Mikið breytist á þessu sumri. Því hef ég ákveðið að nefna þetta sumar; skurðpunktinn.

Ég verð að minnast á fótbolta. Enn heldur sigurgöngu allra minna liða í íslenska fótboltanum. Valur í úrvalsdeild hefur unnið alla sína leiki. Breiðablik í fyrstu deildinni hefur einnig unnið alla sína leiki og trónir á toppnum. Hver veit nema maður svari ,,laufin á trjánum" í haust þegar spurt er hvað sé grænt og falli á haustin. Síðan en alls ekki síst þá er Henson búið að vinna alla sína leiki það sem af er sumri. Bæði í bikar og deild. Kostulegt!

Háttvirtur Bragi reit 10.06.05 14:02
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003