j&#. 06, 2005

Meiðslin ekki jafn alvarleg og virtist í fyrstu?

Svo virðist sem að meiðslin mín séu ekki jafn alvarleg og ég hélt í fyrstu. Ég get núna gengið án þess að skakklappast eins og einfætt önd. Læknirinn sagði mér að bíða í fjórar til sex vikur áður en ég byrjaði að hamast á löppinni en svo virðist sem að spár hennar um bæði bólguna og sársaukann hafi verið ofmetnar. Ég finn ennþá til í liðbandinu og augljóst er að það hefur tognað illa en fjórar til sex vikur hljómar full yfirdrifinn tími fyrir þessi meiðsli. Auðvitað getur verið að bólgueyðandi lyfin hafi gert mér svona gott og ég sé að blekkja sjálfan mig. Hins vegar þá geri ég mér fyllilega grein fyrir því að ég má ekki fara á fullt fyrr en í fyrsta lagi eftir eina og hálfa viku. Syndi þessvegna bara á hverjum degi í staðinn til að halda við þolinu. Það hlýtur að duga.

Háttvirtur Bragi reit 03.06.05 10:45
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003