júní 10, 2005

Poppljóð vikunnar

Allir kvikmyndaáhugamenn ættu að kannast við þetta ljóð. Um tíma var ólíft í MH fyrir liði sem var að vitna í þetta ljóð og sanna þar með artfartneskjuna sína. Mér finnst það bara nokkuð flott þannig að mig langaði að setja það á síðuna í dag án þess að hafa til þess nokkuð tilefni... Sem betur fer


Stop all the Clocks

Stop all the clocks, cut off the telephone,
Prevent the dog from barking with a juicy bone,
Silence the pianos and with muffled drum
Bring out the coffin, let the mourners come.

Let aeroplanes circle moaning overhead
Scribbling on the sky the message He Is Dead,
Put crepe bows round the white necks of the public doves,
Let the traffic policemen wear black cotton gloves.

He was my North, my South, my East and West,
My working week and my Sunday rest,
My noon, my midnight, my talk, my song;
I thought that love would last forever: I was wrong.

The stars are not wanted now: put out every one:
Pack up the moon and dismantle the sun;
Pour away the ocean and sweep up the wood.
For nothing now can ever come to any good.

W.H Auden

Bragi reit 03:00 EH | Comments (1)

Tímamót

Nú eru tímamót í mínu lífi. Ég lýk námi mínu í Háskóla Íslands á næstu dögum og vikum. Þ.e. ef ég asnast til þess að skrifa þessa blessuðu B.A. ritgerð bráðlega. Ég er að fara að giftast fallegustu konu í heiminum þann 30 júlí. Ég er nýbyrjaður í mjög krefjandi og skemmtilegri vinnu þar sem ég nýt mín ákaflega vel. Sem sagt, flest gengur eins og í sögu þessa dagana. Mikið breytist á þessu sumri. Því hef ég ákveðið að nefna þetta sumar; skurðpunktinn.

Ég verð að minnast á fótbolta. Enn heldur sigurgöngu allra minna liða í íslenska fótboltanum. Valur í úrvalsdeild hefur unnið alla sína leiki. Breiðablik í fyrstu deildinni hefur einnig unnið alla sína leiki og trónir á toppnum. Hver veit nema maður svari ,,laufin á trjánum" í haust þegar spurt er hvað sé grænt og falli á haustin. Síðan en alls ekki síst þá er Henson búið að vinna alla sína leiki það sem af er sumri. Bæði í bikar og deild. Kostulegt!

Bragi reit 02:02 EH | Comments (0)

júní 03, 2005

Meiðslin ekki jafn alvarleg og virtist í fyrstu?

Svo virðist sem að meiðslin mín séu ekki jafn alvarleg og ég hélt í fyrstu. Ég get núna gengið án þess að skakklappast eins og einfætt önd. Læknirinn sagði mér að bíða í fjórar til sex vikur áður en ég byrjaði að hamast á löppinni en svo virðist sem að spár hennar um bæði bólguna og sársaukann hafi verið ofmetnar. Ég finn ennþá til í liðbandinu og augljóst er að það hefur tognað illa en fjórar til sex vikur hljómar full yfirdrifinn tími fyrir þessi meiðsli. Auðvitað getur verið að bólgueyðandi lyfin hafi gert mér svona gott og ég sé að blekkja sjálfan mig. Hins vegar þá geri ég mér fyllilega grein fyrir því að ég má ekki fara á fullt fyrr en í fyrsta lagi eftir eina og hálfa viku. Syndi þessvegna bara á hverjum degi í staðinn til að halda við þolinu. Það hlýtur að duga.

Bragi reit 10:45 FH | Comments (0)

júní 02, 2005

Bækur og sumar

Ég er smátt og smátt að átta mig á því að núna get ég lesið skáldsögur og ófagtengdar bækur í nokkrar vikur. Þetta skilur mig eftir í tómi sem ég skil ekki og hef litla sem enga þekkingu á. Ég á reyndar talsvert af bókum sem ég á eftir að lesa en flestar eru þær fræðibækur af einhverjum toga. Einhverjar hugmyndir?

Bragi reit 10:10 EH | Comments (2)

júní 01, 2005

Illa farið með góð liðbönd

Ég er, eins og góðir vinir mínir vita, æfandi fótbolta með utandeildarliðinu Henson þetta árið. Vorið hefur reyndar byrjað svona upp og ofan hjá mér og á ég erfitt með að koma mér í gott form þar sem ég er búinn að vera svo helvíti upptekinn við vinnu og nám. Varla getað gefið mér tíma til að líta við á háskólagyminu síðan ég kom frá Englandi. Hef verið með smá leiðindameiðsli í ökklanum sem hafa hamlað mér undanfarinn mánuð en í gær keyrði ég svo löppina í gúmmíið á vellinum þegar ég tók einhverja bölvaða vítaspyrnu. Ég skoraði svo sem úr vítinu(meiri heppni en gæði)en ég fór hins vegar með liðband í ökklanum. Fór svo til læknis í dag sem úrskurðaði mig í mánaðarlangt keppnis og æfingabann.

Ég er hundfúll. Hundfúll. Mér finnst virkilega gaman í fótbolta og tímabilið er nógu stutt til að maður missi ekki af heilum mánuði í upphafi þess. Ég er kannski ekki sá besti en ég get alveg potað honum inn ef þess þarf. Þetta þýðir að Henson er án framherja í næsta leik þar sem Kjartan lét henda sér útaf í síðasta leik.

Bömmer

Bragi reit 08:02 EH | Comments (2)