j&#. 06, 2005

Illa farið með góð liðbönd

Ég er, eins og góðir vinir mínir vita, æfandi fótbolta með utandeildarliðinu Henson þetta árið. Vorið hefur reyndar byrjað svona upp og ofan hjá mér og á ég erfitt með að koma mér í gott form þar sem ég er búinn að vera svo helvíti upptekinn við vinnu og nám. Varla getað gefið mér tíma til að líta við á háskólagyminu síðan ég kom frá Englandi. Hef verið með smá leiðindameiðsli í ökklanum sem hafa hamlað mér undanfarinn mánuð en í gær keyrði ég svo löppina í gúmmíið á vellinum þegar ég tók einhverja bölvaða vítaspyrnu. Ég skoraði svo sem úr vítinu(meiri heppni en gæði)en ég fór hins vegar með liðband í ökklanum. Fór svo til læknis í dag sem úrskurðaði mig í mánaðarlangt keppnis og æfingabann.

Ég er hundfúll. Hundfúll. Mér finnst virkilega gaman í fótbolta og tímabilið er nógu stutt til að maður missi ekki af heilum mánuði í upphafi þess. Ég er kannski ekki sá besti en ég get alveg potað honum inn ef þess þarf. Þetta þýðir að Henson er án framherja í næsta leik þar sem Kjartan lét henda sér útaf í síðasta leik.

Bömmer

Háttvirtur Bragi reit 01.06.05 20:02
Háttvirtir rituðu:

Fjandakornið, alltaf fúlt að meiða sig í boltanum. Vonandi missum við ekki mann á hverri æfingu.

En ég vissi ekki að þú værir þessi Bragi :-)

Athugasemd eftir Matti Á. reit 01.06.05 21:57

"Ég er kannski ekki sá besti en ég get alveg potað honum inn ef þess þarf."

Það mun örugglega einhver vitna í þetta í ræðu í brúðkaupinu þínu.

Athugasemd eftir Jósi reit 02.06.05 11:12
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003