ma&. 05, 2005

Neibb engin kraftaverk

Ekki hafðist það nú í nótt en þetta er að verða búið. Ég mun skila af mér samtals tuttugu og níu blaðsíðum af ritgerðum eftir fjóra klukkutíma sem skrifaðar hafa verið á undanförnum þremur sólarhringum. Nokkuð massívt eh?

Bob Dylan hefur verið mér innan handar til að halda mér að verki og vil ég þakka honum opinberlega fyrir þá hjálp. Ef ekki hefði verið fyrir einstaka "The times they are a changin´" eða "Tambourine man" væri heimilið eflaust fátækara af leirtaui. Slík er geggjunin á þessu heimili í ritgerðasmíðum, tala nú ekki um þegar konan yfirgefur mann bara til Hollands. Vona að henni líði nú vel þar.

Háttvirtur Bragi reit 05.05.05 16:37
Háttvirtir rituðu:

Úff! ég öfunda þig ekki. Tekuru ekki að þér eitt stykki mastersritgerð fyrir mig að þessu loknu?

Athugasemd eftir Auður Lilja reit 06.05.05 12:23

Ekkert mál, tekur viku í mesta lagi. Sendu mér bara topicið í pósti :)

Athugasemd eftir Bragi reit 06.05.05 19:34
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003