ma&. 05, 2005

Mér finnst Eurovisionlag skemmtilegt!!!

Já, ég lýsi hér með yfir vilja mínum til að norska ofurglysrokkhljómsveitin Wig Wam vinni helvítis Eurovision keppnina og sanni fyrir fólki að við hefðum átt að senda Botnleðju á sínum tíma. Mig langar í búning.

Come on, come on, come on
Love is all over me
You are the only one
Living in my fantasies
In my dreams

Læriði þetta utan að og syngið dátt þegar 21. maí bankar uppá. Hér er myndbandið. Hér Held bara að ég haldi Eurovision hátíðlegt eins og ég gerði á síðasta ári. Kemur í ljós síðar.

Smá viðbót Hér getið þið svo heyrt annað lag með þessum miklu köppum.

Háttvirtur Bragi reit 01.05.05 18:58
Háttvirtir rituðu:

Mikið er ég nú sammála þér. Mér finnst þessi hljómsveit vera alveg ekta og hágæðaglysrokkband. Maður ætti kannski að kaupa sér góðan spandexgalla fyrir úrslitakvöldið, syngja með og fagna sigri :)

Athugasemd eftir Baldur reit 03.05.05 00:29
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003