ma&. 05, 2005

Magga Thatcher - vond grein í deiglunni

Var að enda við að lesa afskaplega slæma grein um Margréti Thatcher á Deiglunni. (hér) Ég les oft Deigluna mér til dægrastyttingar, finnst flugufóturinn skemmtilegur, sérstaklega þegar skotmarkið er Framsókn, og margar greinarnar eru þrusuvel skrifaðar. Ég hnaut hins vegar um þessa grein um hana Iron Maiden áðan og varð svona aldeilis hissa.

Greinin silar frá sér þeirri tilfinningu að Thatcher hefði verið hin mesta sómakona sem skilið hefði eftir sig slóð af góðverkum og að breska þjóðin hafi sjaldan átt jafn góðan og farsælan leiðtoga. Að hún sé einhver fyrirmynd fyrir konur í stjórnmálum sem líta á upp til er vond hugmynd í besta falli, í versta falli skapar það stjórnmálakonur með einræðistendensa. Það er ekki merki um hörkutól sem lætur drepa 368 menn í kafbát, það er merki um heigul. Sem Thatcher var. Bölvaður heigull. Undir lok valdatíma henn hafði haldsflokkurinn riðið velferðarkerfinu að fullu og milljónir Breta stóðu eftir atvinnulausir, IRA stóð ennþá fyrir mannskæðum hryðjuverkum, fátækt og kolamengun var einkenni þjóðarinnar og djúpsteikt mars-súkkulaði var orðið að þjóðarrétti Skota hrökklaðist hún loks frá völdum. Bretar hrækja á minninguna um stjórnartíma Thatchers. Deiglan virðist hylla hana.

Háttvirtur Bragi reit 31.05.05 13:15
Háttvirtir rituðu:

Hahaha, þessi setning hérna er gull:

Breska pressan stóð með henni í gegnum stríðið og gáfu henni viðurnefnið “Járnfrúin” eftir að hún hafði gefið skipun um að sökkva argentískum kafbáti sem var að sigla frá Falklandseyjunum og drukknuðu þar 368 menn. Persónulegt fylgi Margaret Thatcher rauk upp í kjölfarið og vann Íhaldsflokkurinn 1982, stærsta sigur sinn í breskum þingkosningum síðan 1945.

Semsagt það var bara töff að drekkja þessum Argentínumönnum.

Frú Margaret Thatcher er ein besta fyrirmynd kvenna í stjórnmálum í dag.

Athugasemd eftir Lalli reit 31.05.05 14:16

Svo ekki sé minnst á ummæli hennar um morðin á Torgi hins himneska friðar í Kína, efnislega á þá leið að mótmælendurnir hefðu átt að geta gert sér grein fyrir að þeir væru að fara gegn þeim reglum og því valdi sem ríkti í Kína og hefðu mátt búast við þessu. Óþverrasvín.

Athugasemd eftir Gunnar reit 29.06.05 23:31
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003