maí 31, 2005

Magga Thatcher - vond grein í deiglunni

Var að enda við að lesa afskaplega slæma grein um Margréti Thatcher á Deiglunni. (hér) Ég les oft Deigluna mér til dægrastyttingar, finnst flugufóturinn skemmtilegur, sérstaklega þegar skotmarkið er Framsókn, og margar greinarnar eru þrusuvel skrifaðar. Ég hnaut hins vegar um þessa grein um hana Iron Maiden áðan og varð svona aldeilis hissa.

Greinin silar frá sér þeirri tilfinningu að Thatcher hefði verið hin mesta sómakona sem skilið hefði eftir sig slóð af góðverkum og að breska þjóðin hafi sjaldan átt jafn góðan og farsælan leiðtoga. Að hún sé einhver fyrirmynd fyrir konur í stjórnmálum sem líta á upp til er vond hugmynd í besta falli, í versta falli skapar það stjórnmálakonur með einræðistendensa. Það er ekki merki um hörkutól sem lætur drepa 368 menn í kafbát, það er merki um heigul. Sem Thatcher var. Bölvaður heigull. Undir lok valdatíma henn hafði haldsflokkurinn riðið velferðarkerfinu að fullu og milljónir Breta stóðu eftir atvinnulausir, IRA stóð ennþá fyrir mannskæðum hryðjuverkum, fátækt og kolamengun var einkenni þjóðarinnar og djúpsteikt mars-súkkulaði var orðið að þjóðarrétti Skota hrökklaðist hún loks frá völdum. Bretar hrækja á minninguna um stjórnartíma Thatchers. Deiglan virðist hylla hana.

Bragi reit 01:15 EH | Comments (2)

Svona fréttir eru íslenskar fréttir, hvar annarstaðar?

Smella hér

Bragi reit 11:29 FH | Comments (0)

maí 26, 2005

Það er bara svo satt

HVAÐ ---- Jú ÞETTA

Bragi reit 06:52 EH | Comments (0)

maí 23, 2005

27 ára í dag!

Þá er ég líklegast búinn að gera út um vonir mínar með að svindla mér inn í strætó á unglingataxta. Ég á afmæli í dag og ég er brosandi út að eyrum. Ég fékk nefnilega ipod frá henni Kristjönu minni í afmælisgjöf. Ég mætti í vinnuna í fyrsta sinn í dag og líst bara nokkuð vel á. Ætla kannski út að borða í kvöld, sé til. Húrra fyrir mér!

Bragi reit 03:14 EH | Comments (34)

maí 22, 2005

Hvernig dirfast þessir...

Austur Evrópu hottintottar að eyðileggja keppnina okkar!! Gamla Evrópa skapaði þessa keppni og á hana með húði og hári en nú er eitthvað Balkanskagabumbuberjandibúalið búið að hertaka keppnina og dirfast að senda frá sér formúlulög sem auðvitað eru kosin af nágrönnunum. Einhvern veginn svona var boðskapur Gísla Marteins í gær. Gott að ég er merkilegri en einhver Króatabjálfi í augum Gísla. Gísla sem borgarstjóra!

Augljósasta klíkan í þessari keppni voru Norðurlöndin. Ég segi það og skrifa. Annars er það nú reyndar mín skoðun að Eurovision eigi að breytast úr þessu útsláttarfyrirkomulagi yfir í að vera með rúllandi fjölda sem situr hjá á hverju á ári. Heimskulegt að leyfa einhverjum löndum að vinna sér inn veru í keppninni. Það er engin trygging fyrir því að lag næsta árs frá landinu verði áheyrileg tónlist. Annars er ég ánægður með að Lettarnir og Rúmenarnir unnu ekki. Var búinn að spá þessum úrslitum þó ég hefði haldið með Norðmönnunum. Er orðinn ansi þjálfaður í að halda ekki endilega með þeim sem vinnur en vera ánægður að einhver sem mér líkar illa við tapar. Eru þetta kannski örlög þess sem trúir á fallvaltan málstað?

Bragi reit 02:39 EH | Comments (1)

maí 20, 2005

Stórkostleg breyting í högum námsmanna og stórfengleg úrslit í Júróvisjón!

Sjaldan hef ég fagnað breytingum á högum námsmanna jafn mikið og núna. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að þegar kemur að Lánasjóðsmálum þurfi að þvinga sjóðinn og þarafleiðandi ríkið til að láta af hendi stórar upphæðir. Þar skiptir litlu hvað málaflokkarnir eru kallaðir, grunnframfærsla, skerðingarhlutfall eða frítekjumark, allt eru þetta samnefnarar yfir einn hlut. Meiri pening í lánin. Þetta var að gerast og Annas skýrir útfærsluna listavel út á síðunni sinni enda er hann einn af hetjunum sem barði þetta út úr LÍN ásamt Röskvufólki. Gott að sjá Háskólalistann í essinu sínu.

Horfði á júróvisjón í gær og fagnaði ákaft. Selmið datt út og mínir menn eru komnir áfram. Heja Wig! Heja Wam! Vi sijer WIGWAM!!!

Fór svo á stórgóða útgáfutónleika hljómsveitarinnar Hraun! í gærkvöldi. Þeir verða bara betri og betri við hverja hlustun. Keypti mér diskinn og er hann búinn að rúlla tvisvar á meðan ég skrifa stórskemmtilega ritgerð um yfirvegaða skynsemi.

Gleði gleði.

Bragi reit 11:19 FH | Comments (0)

maí 19, 2005

Keyptu þér hlut í heiminum

Þetta er það sem soldánar og olíufurstar dunda sér við í frístundum. Smellið hér

Bragi reit 12:12 EH | Comments (0)

maí 18, 2005

AmmlisEurovisionGrillpartý!!!!

Í tilefni að ég nálgast það óðfluga að fylla þriðja tug áranna (27) og Selma Bjö er á góðri leið með að gera Rúv gjaldþrota boða ég hér með til ofurpartýs á Ásvallagötunni. Vinir mínir eru meira en velkomnir.

Bragi reit 12:11 EH | Comments (1)

maí 06, 2005

Þá er það búið

Ég er búinn með þau próf sem ég þarf að taka í vetur. Gekk vel. Mjög vel. Sopi. Sofnn................zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz

Bragi reit 07:34 EH | Comments (0)

maí 05, 2005

Neibb engin kraftaverk

Ekki hafðist það nú í nótt en þetta er að verða búið. Ég mun skila af mér samtals tuttugu og níu blaðsíðum af ritgerðum eftir fjóra klukkutíma sem skrifaðar hafa verið á undanförnum þremur sólarhringum. Nokkuð massívt eh?

Bob Dylan hefur verið mér innan handar til að halda mér að verki og vil ég þakka honum opinberlega fyrir þá hjálp. Ef ekki hefði verið fyrir einstaka "The times they are a changin´" eða "Tambourine man" væri heimilið eflaust fátækara af leirtaui. Slík er geggjunin á þessu heimili í ritgerðasmíðum, tala nú ekki um þegar konan yfirgefur mann bara til Hollands. Vona að henni líði nú vel þar.

Bragi reit 04:37 EH | Comments (2)

maí 04, 2005

Bragi Kraftaverkamaður????

Það kemur í ljós í kvöld hvort að ég sé alvöru kraftaverkamaður og kem Jésúss til að skæla yfir ömurlega fiskbúðartrikkinu sínu. Iss hver kann ekki að baka? Ég þarf að semja fimmtán blaðsíðna ritgerð á einni kvöldstund. Ég veit, ég veit, sjálfskaparvíti. En hey sjálfskaparvítin skapa sig ekki sjálf er það nokkuð? Ég er allavegana kominn með sex blaðsíður núna og er það allnokkuð miðað við að heildarvinnutíminn er nú fjórir og hálfur klukkutími. Blogga um leið og ég klára tíu blaðsíðna markið. Það ætti að vera um eittleytið í nótt. Markmiðið er svo að ná að klára helvítis ritgerðina fyrir fjögur. Sem betur fer hef ég mikla þekkingu á efninu. Nú er sko allt lagt í þetta forsíða talin sem síða og efnisyfirlit og hana nú.

Læt svo gossa með tilvitnun í gamlan vin minn sem lauk samtali við rektor MH þar sem honum var vikið úr skóla. ,,Ef maður vinnur jafnt og þétt þá nær maður árangri!"

Bragi reit 10:36 EH | Comments (0)

maí 03, 2005

Massa þetta!

Já orðið massa er mikið notað af kraftlyftingamönnum og bökurum. Nú er það líka notað af mér. Ég var að enda við að ,,massa" ritgerð um Epíkúros á fimm tímum. Fimm enskar þéttskrifaðar blaðsíður sem tryggja mér tvær sætar einingar á morgun. Allt of þreyttur til að hljóma skynsamlega akkurat núna.

Góða nótt...zzzzzzzzzzzzzzz

Bragi reit 03:11 FH | Comments (0)

maí 02, 2005

Bragi fer til London

Vei, í tilefni af því að ég er að fara til London býð ég ykkur upp á að heyra eitt af uppáhaldslögum okkar Kristjönu. Tengingin á milli þessa lags og Londonferðar minnar er engin en það fyllir hjarta okkar gífurlegri gelði þegar það er spilað hátt og snjallt í fermingarsteríógræjunum mínum. Húrra! Gjöriði svo vel

Bragi reit 02:08 EH | Comments (0)

maí 01, 2005

Mér finnst Eurovisionlag skemmtilegt!!!

Já, ég lýsi hér með yfir vilja mínum til að norska ofurglysrokkhljómsveitin Wig Wam vinni helvítis Eurovision keppnina og sanni fyrir fólki að við hefðum átt að senda Botnleðju á sínum tíma. Mig langar í búning.

Come on, come on, come on
Love is all over me
You are the only one
Living in my fantasies
In my dreams

Læriði þetta utan að og syngið dátt þegar 21. maí bankar uppá. Hér er myndbandið. Hér Held bara að ég haldi Eurovision hátíðlegt eins og ég gerði á síðasta ári. Kemur í ljós síðar.

Smá viðbót Hér getið þið svo heyrt annað lag með þessum miklu köppum.

Bragi reit 06:58 EH | Comments (1)