ma&. 05, 2005

Bragi Kraftaverkamaður????

Það kemur í ljós í kvöld hvort að ég sé alvöru kraftaverkamaður og kem Jésúss til að skæla yfir ömurlega fiskbúðartrikkinu sínu. Iss hver kann ekki að baka? Ég þarf að semja fimmtán blaðsíðna ritgerð á einni kvöldstund. Ég veit, ég veit, sjálfskaparvíti. En hey sjálfskaparvítin skapa sig ekki sjálf er það nokkuð? Ég er allavegana kominn með sex blaðsíður núna og er það allnokkuð miðað við að heildarvinnutíminn er nú fjórir og hálfur klukkutími. Blogga um leið og ég klára tíu blaðsíðna markið. Það ætti að vera um eittleytið í nótt. Markmiðið er svo að ná að klára helvítis ritgerðina fyrir fjögur. Sem betur fer hef ég mikla þekkingu á efninu. Nú er sko allt lagt í þetta forsíða talin sem síða og efnisyfirlit og hana nú.

Læt svo gossa með tilvitnun í gamlan vin minn sem lauk samtali við rektor MH þar sem honum var vikið úr skóla. ,,Ef maður vinnur jafnt og þétt þá nær maður árangri!"

Háttvirtur Bragi reit 04.05.05 22:36
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003