apr. 04, 2005

Björn Bjarnason tjáir sig og je minn eini...

Björn Bjarnason á erfitt með að skilja hvernig Háskólanum í Reykjavík dettur í hug að byggja í Vatnsmýrinni. Reyndar er það ekkert eini hluturinn sem Björn á erfitt með að skilja en látum það liggja milli hluta. Vatnsmýrin sjálf eru nokkrir pollar við Norræna húsið en allt svæðið milli þeirra og Öskjuhlíðarinnar er kallað Vatnsmýri. Þessi Vatnsmýri er rofin í nokkra hluta af flugvelli. Í austurhluta Vatnsmýrarinnar er ætlað byggingarland Háskólans í Reykjavík. Það svæði er á milli Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur. Þetta land hefur undanfarna áratugi verið notað talsvert af slökkviliðinu sem hefur ítrekað kveikt í olíutunnum á svæðinu til að sýna fram á hvað liðið hefur yfir góðum slökkvitækjum að búa. Einnig er þar hundagirðing.

Hér vitna ég í Björn sjálfan; ,,Ég hef staðið að því frá fyrsta degi, að Háskólinn í Reykjavík styrktist og efldist og lagt mitt af mörkum í því skyni á margvíslegan hátt. Mér er óskiljanlegt, að skólinn telji sér til framdráttar að dragast inn í þær deilur, sem eru óhjákvæmilegar vegna allra framkvæmda í og við Nauthólsvíkina. Ef umhverfissinnar, sem berjast gegn framkvæmdum við Kárahnjúka eða lagningu vegar yfir Stórasand, samþykkja, að þetta friðland Reykvíkinga í Vatnmýrinni, milli Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar, sé eyðilagt á þennan hátt, gef ég minna en áður fyrir umhyggju þeirra fyrir náttúrunni. Mörg þúsund manna skóli á þessum stað kallar ekki aðeins á hús og bílastæði heldur einnig á veg yfir Öskjuhlíðina og um Fossvoginn fyrir neðan kirkjugarðinn."

Já, Björn ég mun sakna hundagirðingarinnar því eins og þú veist á systir mín hund sem hún hefur gaman af að viðra. Einnig er mér annt um öryggi mitt og minna nánustu og finnst mér nauðsynlegt að slökkviliðið eigi góð duftslökkvitæki. Náttúran sem þarna er til staðar er alveg ágæt en það mætti bæta hana með nokkrum byggingum, hún er nefnilega bara sviðin jörð. Hvílík heimska og fásinna að kalla þessa sinu sem byggja á skólann á, náttúruperlu og útivistarsvæði eins og Hvöt, félag Sjálfstæðiskvenna í borginni hafa gert. Nauthólsvíkin er náttúruperla og Öskjuhlíðin er náttúruperla en sinan fyrir neðan hana er drasl! Og bíðum nú við Björn, vegur yfir Öskjuhlíðina! Fásinna! Upphrópunarmerki! Ertu virkilega að meina að tilbúna skóglendið verði fyrir jarðraski sem jafnist á við, þori ég að segja það, byggingu Perlunnar? Hneyksli!

Háttvirtur Bragi reit 24.04.05 02:11
Háttvirtir rituðu:

Já hann er svolítið "sérstakur" hann Björn

Athugasemd eftir Kristjana reit 25.04.05 23:00

ég skil tetta ekki alveg dummdurmmm geturdu adeins útskírt fyrir litlu systur tinni ég veot tad er eitthvad um hunda tarna en annad skil ég ekki alveg :S ó já ég fer aldrei í tessa vidbjódslegu hundagirdingu tad er geggjad skitugt tar get alveg eins fylt badkerid af mold smá vatn difa hundinum í tad :D

Athugasemd eftir Sigrún reit 26.04.05 17:45
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003