mar. 03, 2005

Jói Fel og Asparssull

Jafnvel þó að mörgum hefðarkonum hér á landi finnist Jói Fel vera vel nýtilegur í sturtunni þá finnst mér hann vera handónýtur í brauðréttabókinni sinni. Aspas í hvern rétt!! Mér finnst ferskur aspas vera frábær léttsteiktur upp úr hunangi og balsamico en soðinn aspas í brauðrétti finnst mér hreint út sagt helgispjöll. Annars er þessi bók ekkert annað en ófrumlegur tónn við gamalt stef sem helgast meira af vöruúrvali í Hagkaupum en góðri matreiðslu. Greinilegt að hann er bakari en ekki kokkur.

Ég er semsagt búinn að vera að stússast við að búa til brauðrétti í allan dag, heilan klukkutíma reyndar. Komst að því að í brauðréttagerð eins og öðru get ég ekki haldið mig við uppskriftir. Þarf alltaf að semja nýtt sjálfur. Gott að vita fyrir framtíðina.

###############

Manchester valtaði yfir Southampton í gær. Ákveðinn léttir sem fylgir svona bursti í ljósi brottfalls minna manna úr Meistaradeildinni. Las grein á Guardian vefnum þar sem einhver vitleysingur var að ráðleggja Ferguson að selja Nistelrooy í sumar. (hér)
Ég ræddi þetta aðeins við Alla í gær og við komumst að því að maðurinn væri líklegast óhæfur um heilbrigða hugsun enda ekki heimspekingur...

Svo er kanalíu hálfvitinn kominn aftur á kreik. (hér)
Megi hann éta úldið handklæði.

Háttvirtur Bragi reit 13.03.05 12:59
Háttvirtir rituðu:

Hjartanlega sammála þér. Jói Fel er ekkert nema snobb. Að borga 7falt verð fyrir samsölubrauð með útlensku nafni! Hvað er það?

Athugasemd eftir Biggi reit 14.03.05 15:06
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003