mar. 03, 2005

Ótrúleg snilldartónlist og bókamarkaður

Ég er orðinn heltekinn af jpop. Það er fyrir ykkur sem ekki fylgjast mikið með, japönsk popptónlist. Nokkrir flytjendur eru í mínu uppáhaldi eins og Pizzicato 5 sem margir ættu að kannast við. Nú er ég hins vegar orðinn yfir mig hrifinn af Gaur sem kallar sig Marxy. Hér er lag eftir hann sem heitir neoplasticism vs. de stijl. Þvílík snilld! Ef þið eruð ekki sammála mér þá eruð þið bara skrítin. Hér getið svo kíkt á heimasíðunna hans Marxy.

Annað er að frétta að ég og Kristjana fallega fórum á bókamarkað í ag og keyptum þar fjórar bækur. Öreindirnar eftir Michel Houellebecq, Furstann eftir Machiavelli og tvær matreiðslubækur. Mér finnst ég ennþá vera að finna til skyldueignir í bókasafnið mitt og ég hlakka til þegar ég get farið að kaupa bækur ekki bara vegna þess að ég skammast mín fyrir að hafa ekki lesið þær heldur líka vegna þess að þær hafi mikið skemmtangildi. Reyndar er Houellebecq bráðskemmtilegur og ég spái honum Nóbelsverðlaunum innan fimm ára.

Háttvirtur Bragi reit 05.03.05 07:44
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003