feb. 02, 2005

Myndir ársins 2004

Við Kristjana erum ljósmyndaáhugafólk. Ekki það að við séum mjög dugleg að taka myndir sjálf en við höfum gaman af því að dást að fallegum myndum. Ekki skemmir fyrir að nokkrir vinir okkar eru talsvert hæfileikaríkir á sviðinu. Í hvert sinn sem fréttamyndir ársins eru kynntar spennist ég því alltaf við og hér er hægt að skoða þær. Mikið af afskaplega fallegum og átakanlegum myndum. Ekki varð ég samt hrifinn af kanamyndinni sem virðist hafa unnið flokkinn fólk í fréttum. Njótið.

Háttvirtur Bragi reit 13.02.05 19:04
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003