feb. 02, 2005

Hafa synir Kim Jong Il bylt föður sínum?

Nú eru fréttir að berast frá N-Kóreu sem ættu að valda mönnum áhyggjum. Þeir hafa lýst því yfir að þeir hafi yfir kjarnavopnum að ráða. Þetta hljómar ekki vel þar sem pólítískur óstöðugleiki og gríðarleg fátækt einkennir þetta litla Asíuríki sem stjórnað er af Fjölskyldumanninum Kim Jong Il. Mikil kúgun þegnanna og fast sæti á botni OECD listanna sem fjalla um lífsgæði. Þetta ríki er fársjúkt.

Undirliggjandi hafa svo verið umræður um það hvort að á undanförnum mánuðum hafi einhverjir aðilar innan valdaelítunnar verið að framkvæma hægfara byltingu innan ríkisins. Fréttir sem bárust fyrr í vetur voru loðnar í meira lagi þar sem okkur jarðarbúum var tjáð að myndir af elskaða leiðtoga og aðrir dýrkunarhlutir væru byrjaðir að hverfa af götum úti. Opinbera útskýringin, eins og Stefán Pálsson réttilega benti á í svarkerfinu á þessari síðu var sú að elskaða leiðtoga fyndist sem svo að dýrkunin á sjálfum sér væri komin út í öfgar. Ekki beint sannfærandi yfirlýsing frá manni sem virðist haldinn gífurlegu mikilmennskubrjálæði.

Nú eru hins vegar fréttir að berast sem renna stoðum undir samsæriskenningarnar um valdatökuna. Opinbera fréttastofa Norður Kóreu vitnaði í stofnanda ríkisins þann 27 janúar:"Our (national) founder Kim Il-Sung, when he was alive, emphasized that if he falls short of completing the revolution, it will be continued by his son and grandson,". Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar sífækkandi teikna um völd og áhrif Kim Jong Il. Næstu mánuðir verða fróðlegir en ólíklegt er að við hér á vesturlöndum heyrum af atburðum þegar þeir gerast þar sem upplýsingaleg einangrun landsins er hreint út sagt gríðarleg.

Meira um þessa nýjustu atburði er hægt að lesa hér

Háttvirtur Bragi reit 12.02.05 15:44
Háttvirtir rituðu:

Hot teen amateur facials with some crazy close-up photography of these hot spring breakers!
http://www.facial4u.com

Athugasemd eftir Facials reit 18.03.05 01:23
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003