feb. 02, 2005

Baulaðu Svavar ef þú heyrir

Sit heima hjá mér og hlusta á frumsömdu lögin hans Svabba, raula með og vökna um augun öðru hverju. Mér hefur fundist skrítið hversu mörg stórgóð lög koma frá honum og ekkert þeirra hefur verið almennilega gefið út. Ég ætlaði eitthvað að hjálpa honum að koma tónlistinni á framfæri fyrir ári síðan en eins og svo margt annað sem ég ætlaði að gera í fyrra varð það að sitja á hakanum vegna ótrúlegs annríkis. Ég sendi hins vegar tengla á nokkur lög eftir hann til Bretlands áðan að Svavari óspurðum. Nú veit hann það vonandi ef hann les þessa færslu, en mér til varnar náði ég ekki í símann hans til að segja honum frá þessu. Vonum að þessi umboðsmannahottsjott sem ég þekki í Lundúnum taki lögunum hans fagnandi. Annars er ég á leiðinni þangað í mars að öllum líkindum. Svabbi á skilið heimsfrægð fyrir einlægni, annað hef ég ekki að segja.

Háttvirtur Bragi reit 15.02.05 19:11
Háttvirtir rituðu:

Möööböööö!!!

Athugasemd eftir Hr. Svavar reit 16.02.05 10:07
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003