janúar 31, 2005

Fyrsta hljóðbloggið mitt!!!!

Með því að smella hér getið þið heyrt fyrsta hljóðbloggið mitt. Þetta er upplestur úr bókinni Verkfallsátök og fjölmiðlafár. Fyrsti kafli nánar til tekið. Ég las þetta inn um miðja nótt og þurfti því að gæta að tónhæðinni. Einnig verð ég að afsaka hæsið en ég er enn talsvert lasinn.

Bragi reit 04:41 FH | Comments (8)

janúar 30, 2005

Hljóðblogg

Eftir að hafa hrifist gífurlega af hljóðbloggi hans Össurar hef ég ákveðið að gera slíkt hið sama sjálfur. Í upphafi ætla ég hins vegar ekki að láta gamminn geysa heldur ætla ég mér að lesa heilu bókmenntastórvirkin og láta þau standa hérna á vefnum fyrir ykkur sem ekki nennið að lesa þau sjálf að heyra.

Bragi reit 11:59 EH | Comments (12)

janúar 29, 2005

Formannskosningar og blogg

Eins og alþjóð veit eru formannskosningar í Samfylkingunni eftir nokkra mánuði. Í byrjun maí nánar til tekið. formaðuirinn verður kosinn með póstkosningu líkt og í Alþýðubandalaginu í gamla daga. Ekkert svo langt síðan, en ég man ennþá eftir því að hafa kosið Möggu Frím á sínum tíma á þennan hátt. Hef ekki tekið neina ákvörðun varðandi þessa kosningu. Hef í raun verið sannfærður í talsverðan tíma um að þessi kosning verði svo vitlaus að ég eigi ekki að hugsa um hana. Fjölmiðlar hafa keppst við í gegnum árin að mála mynd haturs á milli Ingibjargar og Össurar. Staðreyndin er hins vegar líklega sú, eins og faðir minn benti mér á í gær, að þetta fólk eru bestu vinir. Þau hafa þekkst í áratugi fjölskyldur þeirra tengjast órjúfanlegum böndum og það sem er þeirra á milli er ekkert annað en heilbrigð samkeppni. Þá eru þau afgreidd. Hins vegar er það fólkið sem er illa við hvort annað og vill stilla þeirra persónum upp í stað þess að taka baráttuna sjálft. Kannski er það rangt að segja að þessu fólki sé illa við hvort annað. Það hefur einfaldlega mismunandi skoðanir á hlutunum. Kratarnir, sem flokkast sem Ö fólkið gegn félagshyggjufólkinu og vinstri mönnunum sem ekki hafa þegar gengið út, þetta fólk er Ingibjargarfólkið.

Ég er orðinn hundþreyttur á að hlusta á hugtakið leiðtogastjórnmál endurtekið í sífellu. Heyrir maður eitthvað um það í fjölmiðlum um að kannski persónugerist einhver skoðanamynstur í flokknum í sjálfum formanninum? Heldur fólk virkilega að hver sem er geti orðið formaður í flokki á þeim grundvelli að sá hinn sami sé sterkur leiðtogi? Þetta er alrangt. Að sjálfsögðu þarf leiðtoginn að vera samsvörun við skoðanir meirihlutans í flokknum. Davíð Oddson, þrátt fyrir óneitanlega mikla leiðtogahæfileika, yrði skammlífur sem leiðtogi Vinstri Grænna.

Flokkur er einnig annað hugtak sem er að uppgötva nýja merkingu þessa dagana. Tími fjöldaflokkanna er liðinn. Hagsmunir almennings eru ekki jafntilfinnanlegir og þeir voru áður fyrr. Leiðir fólks til að gæta réttar síns eru fleiri í dag en þær voru. Flokkarnir eru því orðnir fámennari og fámennari en félagaskrár þeirra kannski fyrir vikið betri og meira mark á þeim takandi. Það tók enginn mark á Sjöllunum þegar þeir héldu því fram að yfir fimmtíuþúsund manns væru í flokknum. Flokkarnir eru því orðnir að eins konar skrípum. Það er mikil hætta á að þeir séu orðnir að, eða muni breytast í ofverndaðar valdaklíkur annars vegar, og útúngunarstöðvar fyrir klisjukennda ungpólitíkusa hins vegar. Þetta höfum séð koma fyrir Framsókn á hvað greinilegastan hátt. Ég tel að Samfylkingin sé ekki komin alla leið í þessari þróun. Samt er því ekki að neita að möguleikinn er fyrir hendi og óheppilegt er ef þessi þróun verður ekki stöðvuð. Þetta þýðir ekki að flokkurinn eigi að hætta allri ungliðastarfsemi, engan veginn. Hann mætti hins vegar vera sýna meiri víðsýni í mannvali á lista og sækja í fólk utan kjarna í ábyrgðir fyrir listann.

Síðan er það bloggið hans Össurar. Mikið er gaman að sjá hvernig hann hefur tekið upp þessa nýtísku miðlun skoðanna og upplýsinga. Þetta er slóðin hans.
Hann hefur tekið upp þann sið að blogga á talmáli sem mér líkar ágætlega. Kemur samt ekki jafnvel út í öllum færslum en á sjálfsagt eftir að verða eðlilegra og algengara með tímanum.

Bragi reit 05:32 EH | Comments (14)

Frábært!!!

Slóvakar voru að eignast sinn eiginn Jón Pál. Þessi kappi hérna.

Bragi reit 12:05 FH | Comments (4)

janúar 20, 2005

Afríka

Ég og Kristjana erum strax byrjuð að plana brúðkaupsferðina okkar. Hugurinn liggur til Afríku. Spennandi. Erum mikið að velta Kenía fyrir okkur. Mér sýnist samt allar ferðaskrifstofur á Íslandi sem bjóða upp á ferðir til Afríku vera að ofrukka svo gríðarlega að það sé engu líkara en að sturturnar þeirra séu gerðar úr gulli og demöntum. Urrrg. Ein skrifstofan býður upp á ferð sem kostar 250 þúsund kall á mann. Þetta er einhver gönguferð um Kenía sem ætti ekki að kosta mikið yfir hundrað og fimmtíu þúsund kall ef maður planar hana sjálfur. Ég neita allavegana að borga yfir tíuþúsundkrónur á nóttina á hóteli í Afríku, á mann. Ég segi nei í Evrópu, hvað þá í Afríku. En hei einhvern lúxus verður maður að eftirláta sér. Við erum búin að vera voða dugleg við að skoða ferðavefsíður undanfarna daga og erum orðin hálærð í Afríkuferðum, eitthvað segir mér þó að okkur hafi yfirsést eitthvað. Spurning.

Það eru nokkur markmið hjá okkur í þessari ferð. Kristjana er voða æst í að sjá öll dýrin í Afríku. Það ætti því varla að vera hægt að komast hjá því að fara í Safari ferð. Helst vil ég þá fara á Serengeti eins mikill staðasnobbari og ég er. Síðan er alltaf spennandi að komast í kynni við Masai ættbálkinn. Samt hefur mér alltaf fundist hálfasnalegt að mæta á einhvern stað til að fylgjast með einhverju fólki bara lifa. "Svona lifiði andskotinn hafið það!! Fáðu þér morgunmat!" Menning verður að mestu látin eiga sig. einhverjar strendur heimsóttar og svo langar mig til að kíkja á Zanzibar eyjarnar.

Eitt vandamál við svona ferð eru allir sjúkdómarnir sem hrjá þessa blessuðu álfu. Endalausar bólusetningar eru því framundan og fylgikvillar þeim samfara.

Við tókum ákvörðun um að fljúga frekar til Mombasa sem stendur við Indlandshaf því öll flug sem eru beint til Nairobi(höfuðborgin sem staðsett er mun vestar en Mombasa) eru mun dýrari. Eitt sem við höfum tekið eftir eru þessir "innihalda allt" hótel pakkar. Þar er boðið upp á hótel en í verðinu er allt fæði á meðan á dvölinni stendur. Þetta virðist vera vaxandi trend í löndum þar sem verið er að vinna bug á sjúkdómum sem berast með fæðu og almennt hreinlæti er af skornum skammti. Jákvætt að mínu mati og maður þarf að hafa slíkt í huga þegar kostnaðurinn af ferðinni er reiknaður.

Spennandi!

Bragi reit 06:14 EH | Comments (20)

janúar 13, 2005

FM pakkið vann

Þá standa Sigvaldi Kaldalóns og Þröstur 3000 eftir sigri hrósandi. Ekki nóg með að báðar áheyrilegu útvarpsstöðvarnar hjá Norðurljósum hafi verið lokað, Radíó Reykjavík var einnig lokað fyrir stuttu. Rás 2 er því eina útvarpið sem hlustandi er á þessa dagana. Lifi almannafé!!

Tenglar á fréttir um Xið og Skonrokk, Radíó Reykjavík.

Bragi reit 09:06 FH | Comments (123)

janúar 12, 2005

Rekinn fyrir að blogga!!

Þartil síðasta miðvikudag fyrir viku þá var Joe Gordon hamingjusamur starfsmaður bókabúðar í Edinborg sem er partur af Waterstone keðjunni. Hann hafði unnið þar í ellefu ár og var það sem á Íslandi er í tísku að kalla lykilstarfsmaður. Með vinnunni hefur hann Joe það að vana að færa inn færslur á vefsíðu eins og ég. Hann er bara miklu duglegri en ég að færa inn færslur. Reyndar var Joe allt of duglegur því að á miðvikudaginn var hann rekinn fyrir þetta. Hann átti það víst til að minnast á hluti tengda vinnunni sinni á þessu bloggi. Hægt er að lesa um þetta hér á Guardian vefnum, hér er heimasíðan hans og hér hefur einn vinur hans tekið saman lista af fyrirtækjum sem hafa rekið fólk fyrir að blogga.

Ég er enn að melta þessa atburðarás. Er þetta hneykslanlegt eða er siðlegt að tala um vinnunna á manns eigin bloggi? Ég býst við því að ég hefi gert eitthvað svipað og ef þráðurinn væri styttri í yfirmönnum sumra bloggara sem ég les þá býst ég við að þeir væru ekki neitt frábærum málum.

Bragi reit 04:10 EH | Comments (468)