desember 31, 2004

Gefiði ...

Ég á erfitt með að verða væminn í samskiptum mínum við fólk. Þess vegna vil ég biðja ykkur um eitt án þess að tala í kringum það. Hringið í síma 907 2020 og gefið þúsundkall. Sparið við ykkur tvo bjóra í kvöld á börunum og gefið fólkinu í Ásíu smá von. Allir sem þetta geta lesið eru aflögufærir. Ég er á leiðinni í símann og er ekki einu sinni búinn að ákveða að stoppa við einhverja tölu.

Mér líður ekki vel, hjálparlaus.

Bragi reit 07:01 EH | Comments (59)

desember 23, 2004

Norður Kórea í rugli

Ég þjáist af einhverjum afbrigðilegum áhuga á málefnum Norður Kóreu. Hann vaknaði þegar ég horfði á myndband af heimasíðu lýðveldisins sem hægt er að opna hér. Nú eru hins vegar hlutir að breytast í Norður Kóreu og ástæða til að vera var um sig og fylgjast með. Heimasíðan breyttist fyrir mánuði síðan og hætti að vera sú ofurhylling til kæra og mikla leiðtoga og hún hafði verið í lengri tíma. Í stað myndbanda sem sýndu miklar hersýningar og hundruðir þúsunda í trans klappandi fyrir elsku leiðtoganum sínum þá hafa verið sett upp myndbönd af danssýningum og landslagskaraokemyndskeið. Einnig hefur efnið breyst mikið og talsverð áhersla er komin á vináttufélögin sem var minni hér fyrir ári síðan. Þó að vissulega prýði mynd af feðgunum forsíðuna og þeir vegsamaðir inni á heimasvæðinu þá hefur mikið breyst og velti ég því fyrir mér um skeið.

Nú er hins vegar skýring að koma úr kafi. Hún er ansi mikil og afdrifarík er rétt reynist. Svo virðist sem fækkun mynda á götum úti af Kim sé ekki bara einhver handahófskennd uppgerð þeirra heldur ganga gróusögur og ,,slúður" um að leiðtoginn sé fallinn eða liggji fyrir dauðanum ljósinu hraðar. Þetta hefur í för með sér mikla valdabaráttu yfirstéttarinnar og erfitt er að sjá fyrir framtíð þessa litla, fallega og fátæka ríkis. Hægt er að lesa um þessi mál hér á Guardian vefnum.

Bragi reit 12:41 EH | Comments (106)

desember 20, 2004

Þegar líða fer að jólum

Léttir er orð sem ég hef oft notað en sjaldan fundið fyrir með mikilli tilfinningu. Ég fann til mikils léttis í gær. Mér finnst léttir góður. Léttir þessi er tilkominn af nýrri uppgötvun minni sem gæti umbylt hinum síðnorræna heim. Frí. Ég hef ekkert að gera. Ekki neitt. Í heila tólf daga. Er að hugsa um að skrifa bók eða eitthvað slíkt til að verða ekki geðveikur á aðgerðarleysi.


-Michael, I did nothing. I did absolutely nothing, and it was everything I thought it could be.- Peter Gibbons, Office Space

Bragi reit 09:52 FH | Comments (230)

desember 08, 2004

Femmi

Ég hef tekið eftir miklum vonbrigðum að undanförnu með hversu sjaldan ég skrifa á þetta heimasvæði. Ég vil benda þessum aðilum að allt verði miklu betra um leið og ég er búinn með þessa fjandans feminismaritgerð og ég lofa aktivari skrifum eftir hana. Ég verð samt að deila þessari skoðun með ykkur kæru lesendur. Er ekki löngu kominn tími til að karlar tækju sig til og hæfu nám í karlafræðum. Komist til botns í þeirri áragömlu spurningu afhverju það er mikilvægara fyrir meðalkarlmanninn að liðið hans æi ensku vinni leik en að fara í bað í viku. Bara að spekúlera. Hljómar jafn spennandi og að komast að fylgni snuðnotkunnar og getnaðarvarna mæðra.

P.s. Þetta á að sjálfsögðu ekki við um undirritaðann sem er akkurat núna svo ruglaður af of miklu kaffi og snemmaldarfeminisma.

Bragi reit 12:42 FH | Comments (134)