nóvember 15, 2004

Sorrý Árni.. ef ég hef rétt fyrir mér

Ég vil ekki vera leiðinlegur, en.... Mér sýnist að einhverjir þurfi annaðhvort að leiðrétta mig á morgun eða bakka með ansi stórar fullyrðingar sem þeir hafa verið að slengja fram að undanförnu. Samkvæmt þessarri frétt hreykja íbúar Vesturbyggðar sér af því að í sveitarfélaginu sé svokallaður ,,vestasti oddi Evrópu". Fréttina má finna hér.

Nú finnst mér þessi fullyrðing vera vafasöm með eindæmum. Í fyrsta lagi þá finnst mér eins og að skilgreiningin sem þessi fullyrðing byggir á sé full óljós. Hverjar eru forsendurnar og í hvaða skilningi er Látrabjarg partur af Evrópu? Í jarðfræðilegum skilningi er Látrabjarg augljóslega ekki hluti af Evrópu og því er ekki hægt að beita þeim rökum. Lýðfræðilega held ég að jafnvel einhverjir íbúar Grænlands væru ósammála þeim, en ég ætla nú ekki að fara saka þá um evrópsku jafnvel þó ekki sé neitt gífurlega eftirsóknarvert að tilheyra Ameríku á þessum síðustu og verstu. Hins vegar ætla ég að varpa spurningu út í vefheima sem gætu fellt þessa tillögu þeirra Vesturbyggðarmanna.

Tilheyra Azureyjar ekki Evrópu? Nánar tiltekið er það gefið að þær tilheyra Porúgal og eru staddar töluvert vestar en Látrabjarg. Meira að segja eru eyjarnar staddar á sömu flekaskilum og Ísland. Ergó... Látrabjarg er meira að segja talsvert langt frá því að vera vestasti oddi Evrópu. Svona svipað langt og fjarlægðin á milli Osló og Stokkhólms. Samkvæmt mínum upplýsingum er eyjan Flores í Azureyjaklasanum því vestasti hluti Evrópu sem er yfir sjávarmáli. Núna verð ég ekki neitt gífurlega vinsæll í Vesturbyggð.

p.s. Árni Johnsen er svona einhverskonar PR gaur fyrir þetta landsvæði. Bara til að útskýra titilinn.

Bragi reit 02:28 FH | Comments (158)

nóvember 14, 2004

Kveðjur frá N. Kóreu

Mér hefur í lengri tíma fundist við Íslendingar eiga við talsvert sjálfmyndarvandamál að etja. Stjórnkerfið er eins og bananaakur og jafnvel stórfyrirtæki sem eru á markaði reka starfsemi sína blygðunarlaust á ólöglegan hátt og þannig ræna þjóðinni milljörðum sem annars hefðu annars kannski farið í að bæta menntun í landinu eða bara í sleikjó. Hins vegar eru slíkar aðfarir ekki ástæða þessara skrifa. Ég er soldið hneykslaður á mogganum þessa dagana. Er blaðið að reyna að stæla þessa hérna, ég er bara soldið hræddur um það. Þessi hérna frétt er ein af þessum ,,fullvissum okkur um að við séum frábær" fréttum sem hafa komið í auknu magni að undanförnu. Ég held ég æli næst þegar sé fréttir af annarri OECD skýrslu sem segir að okkur líður betur en öðrum og að íslensk börn séu færari í stafsetningu en norsk börn og allt annað sem þessi blessaða stofnun lætur sér detta í hug að mæla. Engum dettur í hug að birta þær niðurstöður sem við stöndum okkur illa í. Fylgjum göfuga leiðtoga. Hann veit.

Bragi reit 02:06 EH | Comments (97)

nóvember 09, 2004

Runnin reiðin

Jæja ókei, kannski er ekki hægt að kenna vinstri grænum um þessa afsögn hans Þórólfs. Kennum frekar vöntun á tannasökkvi í forstjórana um hana. Mér fannst hann fínn borgarstjóri og er alveg sama um aðild hans að þessu olíumáli. Kennum engum um þetta. Vil sjá Stefán Jón Hafstein sem borgarstjóra. Tel engan innan R-listans vera hæfan í það starf annan en hann.

Bragi reit 08:16 EH | Comments (161)

Urrrrr

Vinstri Grænir mega sjúga rotið fúlegg. Þeir eru gjörsamlega búnir að fría forstjóra olíufyrirtækjanna allri ábyrgð og gert borgarstjórann að aðalsökudólg í samráðsmálinu. Skammist ykkar. Nú eigum við Reykvíkingar á hættu að fá Alfreð ,,besta vin" sem borgarstjóra. hnusss ég er hoppandi reiður.

p.s. Þetta er skrifað í reiðikasti og er kannski ekki alveg marktækt, en svona líður mér.
p.p.s. Elsku besta Samfylking. Viljiði gjöra svo vel að sprengja þetta Rlista samstarf.

Bragi reit 06:11 EH | Comments (64)

nóvember 04, 2004

Ensk blöð... elska þau!

Bragi reit 02:10 EH | Comments (82)

nóvember 03, 2004

Four more wars! Four more wars!

Ég verð að taka undir með Jósa.

Þið sem verðið þunglynd af því að hugsa um Bush í Hvíta húsinu getið huggað ykkur við eftirfarandi lista.


Bush eldri
Nixon
Maó
McCarthy
Stalín
Hitler
Napóleon
Hannibal
Djengis Khan
Kúblai Khan
Úfff það er erfitt að finna verri illmenni... jú
Neró
Kalígúla

Þeir eru allir dauðir eða farnir á eftirlaun!

Bragi reit 05:09 EH | Comments (56)