febrúar 29, 2004

Á heimaslóðum

Það er greinilegt að Fleiri en Háskólalistafólk draga stúdentastjórnmálin í dilka. Það þætti mér aðdáunarvert ef einhverjir Vökuliðar myndu skrifa opið bréf til Björns Bjarnasonar og tilkynna honum og öðrum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins að þau eru hætt að vera handbendi flokksins.

Bragi reit 02:22 EH | Comments (92)

febrúar 27, 2004

Kominn tími til

Það er kominn tími til að stjórnmálamenn hættu að flækja málin sín á milli. Remember "there is no spoon"

Bragi reit 03:33 EH | Comments (44)

febrúar 24, 2004

Sprengidagur

Baunasúpa, feitt kjöt sem hefur legið í pækli í lengri tíma, útsósaðar rófur og kartöflur. Þetta hljómar ekkert svo illa, nema kannski þetta með feita kjötið og saltpækilinn. Ég fer í mat heim til mömmu á eftir og borða saltkjöt og baunir, túkall. Hins vegar eru tveir erlendingar í fjölskyldunni sem eru Kristjana og Sigrún systir mín. Fyrir þeim er sprengidagurinn svipaður og Þorláksmessan er fyrir mér. Ég get ekki hugsað mér "matinn" sem borðaður er á Þorláknum og Sigrún og Kristjana hafa ímugust á saltkjöti og baunum. Ég skil þeirra afstöðu að einhverju leyti. Á hverju ári er talað um neikvæð áhrif saltkjötsins á blóðþrýsting landsmanna. Þessi umræða hefur meira að segja verið tekin upp á jólunum í sambandi við hangikjötið og reykta svínakjötið. Ég held að öll svona umræða muni slæðast inn og hafa áhrif á hið ýmsasta fólk. Spurningin er, hefur þetta áhrif á skynjun og bragð matarins? Líklegast hefur þetta ekki áhrif á bragðið en að öllum líkindum finnst mér það líklegt að neikvæð umfjöllun um það sem hefur talist gott í langan tíma muni hrekja einhverja út í að finnast þeir hlutir vondir. Slíkt er eðli áróðurs. Hann væri ekki þarna ef hann bæri ekki einhvern árangur.

Bannsettur áróðurinn

Bragi reit 02:14 EH | Comments (16)

febrúar 23, 2004

Framsóknarmaðurinn Bragi

Greyið landsbyggðin, hún á svo bágt. Ekki nóg með að lík finnast á víð og dreif um hafnir landsins heldur var að koma í ljós að landsbyggðarbúar hafa verið að borga meira fyrir rafmagnið sitt en við höuðborgarbúar. Hneyksli! Ég legg til að allir höfuðborgar - og nærsveitarmenn taki sig saman og borgi svona einn milljarð á ári til niðurgreiðslu rafmagns á landsbyggðinni. Bara svona til að sýna lit.

Einhvers staðar heyrði ég líka að stærri verslanir væru að fá afslætti þegar þær kaupa vörur í miklu magni, einhvers konar "magnafsláttur". Legg til að slík iðja verði stoppuð með lögum og sérstakt gjald verði sett á, sem hlutfall af magni þannig að þeir sem kaupa meira, borga meira. Þannig ættum við að jafna samkeppnisstöðu landsb.... ég meina smákaupmanna.

Bragi reit 01:02 EH | Comments (28)

febrúar 22, 2004

Vinnublús

The Onion er stundum svo ógurlega nálægt bitrum sannleikanum...

Bragi reit 01:05 EH | Comments (30)

febrúar 21, 2004

Jahérna

Hér má finna svar Repúblukana við jákvæðri mismunun.

Bragi reit 06:42 EH | Comments (191)

febrúar 20, 2004

Vinir vikunnar #2

Litháeninn sem fannst í höfninni Austur á Norðfirði og Liev Schreiber (Sphere, Sum of all fears ...etc)

Bragi reit 05:11 EH | Comments (15)

Soldið svekktur

Ætli ég hafi ekki tekið um hundrað netpróf í gegnum tíðina. Aldrei hef ég verið jafn svekktur eða undrandi yfir útkomunni og núna. Ég tók eitthvað landapróf, svona "hvaða land ert þú og bjóst fastlega við því að vera dæmdur sem Noregur eða Austurríki sem ég hefði ekkert verið yfirmáta glaður með en það hefði ekki komið mér á óvart. Hins vegar dæmdi forritið mig sem Sameinuðu Þjóðirnar... Eitthvað gagnslaust bjúrókrat... Þarf að fara að hugsa minn gang ef slík er raunin... í raun.


You're the United Nations!
Most people think you're ineffective, but you are trying to completely save the world from itself, so there's always going to be a long way to go.  You're always the one trying to get friends to talk to each other, enemies to talk to each other, anyone who can to just talk instead of beating each other about the head and torso.  Sometimes it works and sometimes it doesn't, and you get very schizophrenic as a result.  But your heart is in the right place, and sometimes also in New York.
Take the Country Quiz at the Blue Pyramid

Var samt að pæla. Þetta próf er frekar fyrirsjáanlegt. Prófaði mig áfram með ákveðin lönd í huga og tókst að fá þá niðurstöðu eftir tvö skipti mest.

Bragi reit 02:47 EH | Comments (35)

febrúar 18, 2004

Þýðingar

Ég og vinir mínir höfum verið töluvert gagnrýnir á þýðingar á sjónvarpsefni í gegnum Tóbakstugguna okkar sem því miður hefur legið niðri í talsverðan tíma. Þarna hefur verið á ferðinni gagnrýni sem var mjög sérhæfð og einskorðaðist við að draga fram einstakar þýðingar á orðum og setningum. Ég hef ekki mikið verið að stússast í slíkum atriðum síðustu mánuði enda hef ég haft mikið að gera við nám og vinnu. Í námi mínu hef ég þurft að lesa talsvert af bókum, greinum og ritgerðum sem hafa verið þýddar, misvel eins og gengur og gerist.

Sem betur fer eru þeir textar sem ég þarf að lesa það mikilvægir fyrir heimspekina að þýðingar á þeim að öllu jöfnu góðar og gerðar af mönnum sem treystandi er til verksins. Descartes hefur verið þýddur af Þorsteini Gylfa og Platón af Eyjólfi Kjalari Emilssyni. Þeir eru báðir tveir menn sem hafa sannað sig sem fræðimenn og þýðendur og fáir efast um hæfni þeirra til að þýða þær bækur sem þeim hugnast að vinna í.

Miserfitt er að þýða ýmsa texta og er stór munur á því að þýða texta úr ensku eftir James eða Mill eða þá úr frönsku og þýsku eftir Derrida og Nietzsche.

Ég er í áfanga þessa dagana sem einbeitir sér að heimspeki mismunarins og aðallega eru lesnir textar eftir Derrida. Sumir textanna hafa verið þýddir yfir á íslensku. Engan hef ég lesið sem ég hef verið ánægður með og tel ég mig vita hvers vegna. Vanefni er ástæðan og einnig að verið er að þýða upp úr ensku sem augljóslega er ekki móðurmál Derrida og því ekki frummál textanna.

Nú vil ég engan veginn vera að gagnrýna einstaka þýðanda og þess vegna gef ég ekki upp nein nöfn. Hins vegar tel ég eðlilegt að þegar textar merkilegra heimspekinga og annarra fræðimanna eru þýddir að gera þá kröfu að þeir séu þýddir beint upp úr því tungumáli sem þeir voru skrifaðir ef slíkt er mögulegt. Að sjálfsögðu ber að hrósa dug og þor þeirra ungu manna og kvenna sem taka sér stórvirki fyrir hendur en þó verður að minna á að ekki er gott að taka of stórt upp í sig heldur er betra að tyggja minni bita og tyggja þá vel. Derrida er flókinn og erfiður höfundur sem erfitt er að þýða. Eingöngu vanir þýðendur sem tala frönsku ættu að hætta sér í þær ógöngur sem afbyggingu og skilafrests er að vænta.

Þetta harmakvein mitt hljómar kannski sem hið mesta væl en finnst mér nauðsynlegt að benda á það að margar þýðingar eru styrktar með almannafé og væri því betur varið í þýðingar á öðrum minna krefjandi ritum þegar um óvana þýðendur er að ræða.

Bragi reit 08:08 EH | Comments (27)

Samkeppni

Ég er ekki viss en ég gæti verið að fá aukna samkeppni...

Bragi reit 01:49 FH | Comments (96)

febrúar 17, 2004

Vinsælasta blogg í heimi

Þessi lagaprófessor er víst með vinsælasta blogg í heimi. Hann fær yfir 100.000 heimsóknir á dag og tenglalistinn er bara ógnvænlegur.

Jængtzú

Hef bætt honum við tenglasafnið mitt undir Papa Blog

Bragi reit 05:57 EH | Comments (32)

Ég er bara kelling

Þegar veðrið er vindasamt og kalt. Þegar maður lítur út um gluggann og fær gæsahúð bara við tilhugsunina um að fara út þá verður mér ekki mikið úr áætlunum mínum þann daginn. Einhvern veginn finnst mér meira aðlaðandi að kúra upp í rúmi og gera ekki neitt frekar en að húrra mér upp á bókasafn og rýna í gegnum Derrida. Síðan er Kristjana líka heima með mér og mig langar bara ekki neitt að fara út.
Góði Guð gerðu allt gott.. Ókey klappklapp

Bragi reit 03:03 EH | Comments (96)

febrúar 16, 2004

Besti vinur ungfrú Monroe

Gengisfelling á gullsmíðaverkstæðum? Ég held það miðað við nýjasta fund stjarneðlisfræðinga.

Bragi reit 07:00 EH | Comments (23)

febrúar 15, 2004

Svamlað og sullað

Það er gott að sjá að framsóknarþingmenn hafa ekki gleymt því hvernig eigi að kjördæmapota. Ótrúlegt en satt þá vil ég ekkert endilega vera að álasa henni Valgerði fyrir að vilja kíkja í sturtu. Hins vegar höfum við Kristjana verið að tala um það undanfarið hvað Reykjavík eigi lélega þingmenn. Þessi frétt ætti að færa sönnur á það. Oft hef ég séð Reykjavíkurþingmenn á baðstöðum borgarinnar og aldrei elta þá tugir ljósmyndara og fréttamanna. Hins vegar þegar Hálendisdrottningin Valgerður telur tímabært að kíkja í sturtu þá rjúka fjölmiðlar upp til handa og fóta. Ekki veit ég hvort þessi frétt Baggalúts hafi haft áhrif á ákvörðun Valgerðar að fara í bað en ég hlýt að fagna því, sem hreinlátur máður, að Valgerður noti hársápu við þvott sinn.

Bragi reit 07:05 EH | Comments (21)

febrúar 13, 2004

Að kosningum liðnum.

Þá er það búið. Við bættum við okkur fimm prósentum á meðan að báðir hinir listarnir töpuðu fylgi. Staðan er hins vegar óbreytt þannig að við verðum bara að bíða í eitt ár í viðbót til breytinga. Samt sem áður; Til hamingju Vaka - Röskva það gengur bara betur næst...

Bæjó

Bragi reit 01:38 EH | Comments (73)

febrúar 06, 2004

Mestu tónsmíðasnillingar íslensks nútíma?

TZMP er band sem hefur orðið heimsfrægt á skömmum tíma. Þarna eru á ferðinni tveir Íslendingar sem að öllum líkindum verður skotið hraðar upp á stjönuhimininn en Björk eða Mariah Carey. Hægt er að lesa um þá á TZMP heimasíðunni og hlustað á tónlistina.

Bragi reit 04:43 EH | Comments (10)

Enn ein hugleiðingin um stúdentastjórnmál

Þegar að við, sem stóðum að fyrsta Háskólalistanum, tókum þá ákvörðun að bjóða fram lista í kosningunum í fyrra, var það gert á ýmsum forsendum. Sú mikilvægasta fannst okkur vera sú að innleiðing einstaklingskosninga væri nauðsynleg til að veita fólki möguleika til þess að hafa áhrif án þess að velja á milli Röskvu og Vöku. Gefa fólki tækifæri að hafa sínar skoðanir, kynna þær og ekki þurfa að gera einum of margar málamiðlanir hvað varðar hluta skoðana einstaklingsins.

Engan veginn trúi ég að skoðanir Röskvuliða séu fullkomlega endurspeglaðar í afstöðu Röskvu til einstakra mála. Það sama má segja um Vöku. Að mínu mati er þarna um ákveðið fals að ræða. Þeir sem vita hvað seta í stjórnum og nefndum Stúdentaráðs gengur út á, átta sig snemma á því að stefna fylkinganna getur verið ein en framkvæmdin ræðst hins vegar af skoðunum einstaklinganna sem framkvæma. Slíkur er galli flokkastjórnmála og þetta er hægt að koma í veg fyrir að einhverju leyti í litlu hagsmunasamfélagi eins og hjá stúdentum. Ég held að það dyljist engum að skoðanir og athafnir Davíðs Gunnarssonar núverandi formanns hafi meiri áhrif á rekstur og starfsemi Stúdentaráðs en stefnuskrá Vöku frá í fyrra. Þetta kemur engum sem hefur minnsta snefil af reynslu eða námi í stjórnmálum á óvart. Hins vegar er hægt að spyrja sig hvort þetta sé ákjósanleg staða. Ég tel að svo sé. Mér finnst að þar sem stúdentastjórnmálin eru ekki raunveruleg stjórnmál heldur hagsmunabarátta, eigi þeir einstaklingar sem bæði bera hagsmuni stúdenta fyrir brjósti og sanna sjálfa sig sem leiðtoga og frjóa hugsuði að geta boðið fram og haft áhrif á eigin forsendum.

Önnur mál hafa stungið í augun og þarfnast nánari athugunar. Eitt þeirra er undirskriftarsöfnun meðmælenda framboða. Ég skil röksemdina fyrir söfnuninni sem byggist á því að koma í veg fyrir framboð nýnasista og annara trúða. Mér finnst þessi röksemd bara ekki nógu góð. Fimmtíu til áttatíu undirskriftum á að skila til að mega bjóða fram lista. Eins og núverandi kosningafyrirkomulag til Stúdentaráðs og hinna fundanna er uppsett, þá er þess krafist, ef boðið er til allra funda og ráða, að annað árið séu 24 á listum og hitt 30! Ef einhverjum aðilum tekst að safna þetta mörgum einstaklingum sem vilja vinna að hagsmunum stúdenta þá er hægt að setja stórt spurningmerki um að nauðsynlegt sé að bæta fimmtíu undirskriftum í viðbót. Í raun er þarna um að ræða hindrun sem stóru framboðin hafa komið upp til að koma í veg fyrir framboð eins og Háskólalistann. Sem betur fer er þetta marklaust, því minnsta mál er fyrir hvaða lista sem er að safna sér fimmtíu undirskriftum og því á að afnema þessa reglu og leyfa öllum sem vilja að bjóða sig fram til setu í Stúdentaráði án þess að láta eins og fíkniefnaneytandi í leit að ábyrgðarmanni fyrir víxil.

Bragi reit 02:17 EH | Comments (187)

febrúar 05, 2004

Vinir vikunnar #1

Enn og aftur ítreka ég; Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
Bragi reit 10:46 EH | Comments (23)

Fundur með menntamálaráðherra

Fór á fund með menntamálaráðherra áðan. Ég verð að segja að augljósari mótsögn er vanfundnari en málflutningur hennar. Hún byrjaði að verja þau útgjöld sem ríkið er að eyða í Háskólann og hélt því fram að þau væru nægilegt fjármagn. Háskólinn ætti bara að vinna innan þess ramma sem honum er settur. Sem sagt; Háskólinn fær nóg af peningum frá ráðuneytinu.

Svo byrjaði hún að tala um skólagjöld og fagnaði þeirri umræðu og hvatti undir hana með dæmum af öðrum löndum þar sem skólagjöld væru við lýði. Af málflutningi hennar að dæma er sem sagt; engu líkara en að hún styðji við bakið á hugmyndinni um skólagjöld.

Nú er mér spurn. Er ráðherra ekki að hrekja fyrri niðurstöðuna með þeirri seinni? Ef henni finnst Háskólinn fá nægilegt fjármagn, afhverju ætti hann að taka upp skólagjöld. Jú, hún Þorgerður K fór eitthvað út í þá sálma að brottfall væri minna í skólum með skólagjöld og tók dæmi af einhverjum lista þar sem aðeins tveir evrópskir skólar eru meðal þeirra hundrað bestu í heiminum og þeir tveir rukka einmitt skólagjöld. Ég svona býst við að flestir hinna hafi verið amerískir þar sem örfáir einstaklingar úr öðrum stéttum en yfirstétt komast inn í vegna hárra skólagjalda. Jafnrétti til náms? Á þetta þá ekki að vera mál sem bætir efnahag skólans heldur prinsipp mál?

Mér fannst svör ráðherrans vera mjög svo loðin þegar að spurningum kom. Ég spurði spurningar í tveimur liðum. Annars vegar hvort hún hafi hugsað sér LÍN sem einhvers konar lánatæki fyrir skólagjöldin og hins vegar hvort að ábyrgðarmannakerfið muni þá verða einum of þungt og auka misrétti til náms. Þegar ég spurði um ábyrgðarmannakerfið þá svaraði hún ekki spurningunni þó hún hafi svarað fyrri spurningu minni um lánasjóðinn. Ég er ekkert ofursár en þessi fundur staðfesti hinsvegar grunsemdir mínar um hvað býr undir í ríkisstjórn.

Bragi reit 05:21 EH | Comments (16)

febrúar 04, 2004

Tilkynning

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.

Bragi reit 06:45 EH | Comments (64)