október 28, 2003

Það er vor í Zaíre

Ég hef ekki skrifað blogg í langan tíma. Ég veit ekki afhverju.

Ég hef ákveðið að hafa blogg þetta ákaflega sjálfhverft og hreinsa það, með tíð og tíma, tilliti til annara en sjálfsins. Níels er úti í Rússlandi að læra rússnesku þar sem hún er töluð. Hann er góður maður og líklega hefur hann yfir betri blogghæfileikum en Stefán Pálsson að ráða. Þetta ætti þó ekki að saka Stefán þar sem hann hefur aldrei lýst því yfir að veldi hans nái lengra en að Eystrasalti.

Ég er núna nýbyrjaður í áfanga sem hefur yfirskriftina Husserl og fyrirbærafræðin. Mér finnst allavegana gaman að kalla hann það. Minnir mig á barnabækur sem heita Jói og Baunagrasið og Mjallhvít og dvergarnir sjö. Það væri gaman að lesa smásöguna um Husserl og fyrirbærafræðina... Ég held ég semji hana.

Einu sinni var strákur sem hét Edmund Husserl. Hann var rosa einmana alltaf hreint og enginn hinna strákanna vildi leika við hann. Þeir hétu líka allir eðlilegum nöfnum. Jói og Kalli og Gummi, meira að segja Þórketill var vinsælli en Edmund Husserl.

Edmund Husserl reyndi oft að breyta nafninu sínu og bað strákana að kalla sig Edda Hössl en þeir skildu hann ekki því hann talaði bara þýsku og strákarnir skildu ekki baun í bala í þýsku.

Edmund Husserl varð alveg svaka sorgmæddur yfir þessari klemmu sem hann var í og einn daginn, eftir að hafa verið niðurlægður af strákunum í þúsundasta skiptiðsettist hann niður við ljósastaur og fór að hágráta. Allir hinir strákarnir höfðu verið svo vondir við hann og honum fannst hann hafa virkilega reynt að tengjast þeim tilfinningalegum böndum. Ekkert gekk.

Edmund Husserl grét og grét þangað til einn daginn áttaði hann sig á því hvað hafði valdið þessu eilífa einelti. Hann stóð upp og hljóp til strákanna og byrjaði að kalla "Allan tímann hélt ég að hugur og líkami væri ein heild en nú sé ég að hvort um sig er vel skilgreinanlegt og samskipti okkar eru tengslin milli skynreynda og hluta!". Strákarnir litu á hvern annan í undrun. "Hah! Hah!" Öskraði Edmund Husserl yfir strákana "núna neyðist þið til að verð vinir mínir".
En því miður fyrir Edmund Husserl þá var enginn strákanna búinn að læra þýsku þannig að þeir felldu hann og spörkuðu í hann liggjandi.

Aumingja Edmund Husserl.

Góðar stundir

Bragi reit 06:47 EH | Comments (83)