september 10, 2003

Undarlegasta hobbý í heimi?

Ég veit að ég er kannski að stela þessu af honum Valsara vini mínum, en ég stóðst ekki mátið. Hér er hlekkur á mann sem ég get ekki skilið með nokkru móti og ætla því ekki að reyna það heldur. Fariði inn á þessa síðu og Stefán Páls, herra ég vil ekki halda með almennilegu fótboltaliði, ég held ég hafi fundið ofjarl þinn.

Bragi reit 01:58 FH | Comments (37)

september 08, 2003

Byrjum árið á lélegu bloggi

Nú mun bloggvertíð byrja. Ég hef tekið eftir því að ég er ekki einn um að hafa staðið í bloggþurrð og óska ég meðbloggurum mínum betri tíð með blóm í haga. Ég hef voða lítið að segja nema kannski það að einn áfanganna sem ég stend núna í er að krefjast af mér að skrifa dagbók. Erfitt mál.

Bragi reit 01:16 FH | Comments (6)