júlí 22, 2003

Leigusalablús

Margir hafa pirrað sig yfir leiðinlegum og afskiptasömum leigusölum. Nú virðast hinir ríku og frægu í tilteknu landi hafa fundið fyrir slíku. Eflaust í fyrsta og eina skiptið.

Bragi reit 05:40 EH | Comments (25)

júlí 17, 2003

Útlit eða innihald brrrrrrr

Vil óska þeim Svanssyni og Eyjó til hamingju fyrir sameiginlegan sigur í keppninni sem núna hefur verið endurskírð "skítsæmilegar og flestar frekar ómerkilegar uppástúngur um útlit á vefsíðunni hans Braga með þeim eina tilgangi að græða rauðvínsflösku" Takk samt. Verður komið upp eftir tvær vikur í mesta lagi og ég get lofað kaldhæðni í miklu magni hvað útlitið varðar.

Bragi reit 08:54 FH | Comments (17)

júlí 09, 2003

Gaman að breyta

Ég ætla að standa í smá breytingum á blogginu mínu. Hugmyndir um útlitsbreytingar eru vel þegnar. Upphaflega hugmyndin var sú að breyta útlitinu á hálfs árs fresti í útlitsþema kommúnistaríkja fyrr og nú. Ef einhverjir eru með aðrar hugmyndir þá væru þær vel þegnar. Verðlaun fyrir bestu hugmyndina er rauðvínsflaska (Masi Campofiorin) og gef ég lesendum viku héðan í frá til að koma með hugmyndir.
Undanfarið þá hefur vefurinn að mestu legið niðri vegna anna í vinnu og sumarfría. Ég býst ekki við því að ég muni verða neitt mikið duglegri að uppfæra næstu mánuði en við sjáum nú samt til.

Bragi reit 01:49 FH | Comments (50)

júlí 08, 2003

júlí 03, 2003

Bragi "the eins manns stúdentaráð"

Mig hefur lengi langað til að vera einráður í félagi eða landi. Þessi löngun er hins vegar illframkvæmanleg þar sem ég bý hvorki í Bandaríkjunum né á Ítalíu. Ég hef nú hins vegar upphugsað aðferð til að láta draum minn verða að veruleika. Ég ætla að stofna nýtt stúdentaráð sem verður eins manns og hann verður ég. Sjáum svo til með haustinu hvernig til tekst. Það er nauðsynlegt fyrir einræðisherra að hafa flott kenniyrði. Hef verið að velta því fyrir mér hvað ég á að kalla mig. Var kominn með hugmyndir eins og Bragi hinn mikli eða Bragi grimmi. Þá hitti ég fyrir hann Logan á Msn og hann kom með tillöguna sem varð fyrir valinu. Bragi hinn mikið grimmi.

Salut!

Bragi reit 04:06 EH | Comments (10)