mar. 03, 2003

Verðgildi lífs?

Ég ræð mér ekki fyrir kæti með þetta nýja blogg. Allt annað líf en að vera að þjösnast í þessu úrelta, leyfi ég mér að segja www.blogger.com Hef verið sakaður um að vera vinstri grænn ógeð og kommúnisti, stuðningsmaður fjöldamorða. Skrítið að útlit og vísanir geti vakið upp slíkar tilfinningar í fólki. Þetta er alltaf erfitt mál með hvenær er leyfilegt að gera annaðhvort grín að harmleik eða nýta sér útlit hans í listrænum tilgangi. Það tók okkur ekki langan tíma að byrja að hlægja að Saddam Hussein og loftárásunum á Írak í síðasta Íaksstríði. Hvenær byrjuðu South Park að gera grín að honum. Víetnamstríðið hefur ennþá ekki fyllilega þá vísun í fyndni en við erum löngu byrjuð að gera grín að Fyrri og Seinni heimsstyrjöldinni. Ég nefni sem dæmi Allo Allo og Black Adder.

Hvernig á að dæma um hvort liðinn hefur nægilegur tími til að hlutir megi vera settir í skoplegt samhengi eða þarf ákveðinn hópur manna að deyja til þess að særa ekki þeirra tilfinningar. Þ.e. hópurinn verandi hermennirnir sem börðust í stríðinu. Ég sá um daginn skets með SNL þar sem þau fögnuðu því að loksins mætti gera grín að Víetnamstríðinu. Þetta er skrítið að við virðumst velja úr harmleiki sem koma fyrir bandamenn okkar eða okkur sjálf og virðumst ófær um að henda að því gaman en þegar kemur að því að gera grín að þjóðum og hópum sem ganga í gegnum samsvarandi ógn og skelfingu þá eru þau svo fjarlæg að það virðist í lagi að gera grín að þeim. Þetta er að mínu mati innlegg í umræðuna um verðgildi mannslífa. Hvort það var Muzak sem sagði mér frá skalanum sem verðgildi mannslífa er byggður á. BNA líf og V-Evrópa+Ísrael er staðallíf = 1 Arabalönd +Suður Ameríka og Japan = 5 Afríka = 500 og stóru ríkin í Asíu = 1000.
Þetta eru sem sagt fjöldi manna sem þarf að deyja á óhefðbundinn hátt til að um það sé fjallað í vestrænum fjölmiðli.
Aftur að nýja útliti mínu á vefnum. No comment

Háttvirtur Bragi reit 26.03.03 16:16
Háttvirtir rituðu:

online casinos,
winning online casinos,
online casinos,
casinos online,
online casinos,
online casinos,

Athugasemd eftir online poker rooms reit 20.04.06 09:17
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003