mar. 03, 2003

Ritstífla

Enginn getur skilið þá ritstíflu sem ég er búinn að festa sjálfan mig í. Hvernig er það, eru ekki til einhver námskeið sem díla við svona vandamál. Annars þá hefur maður verið að fylgjast með þessari Baugur hatar Davíð umræðu og mér finnst allir vera löngu búnir að missa sjónar á raunverulega vandamálinu í öllu fjölmiðlafarganinu. Og hvert er hið raunverulega mál? Ég þykist ekkert vera meiri maður en hinir en ég get sagt ykkur eitt. Það skiptir engu máli hver er að segja satt í öllu þessu máli. Sannleikurinn er það afstæður þegar allar sannanir vantar að ef við einblínum á hann á hann eftir að villa okkur sýn. Það sem við þurfum er þekkingarfræðilega úttekt á orðræðunni frá byrjun. GO ME!!

Háttvirtur Bragi reit 12.03.03 18:14
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003