mar. 03, 2003

Jibbí

Jæja, þá er sigurinn í höfn. Við háskólalistafólk erum búin að fagna okkar árangri og samgleðjast sigurvegurunum og þykja vænt um þá sem eiga um sárt að binda. Þetta er hins vegar bara fyrsta skrefið í átt til aukins lýðræðis í háskólanum. Við vonum svo sannarlega að okkar mál verði tekin alvarlega á fundum í ár og Vaka standi nú við stóru orðin um samstarf í stúdentaráði. Eftir á að hyggja þá líst mér þannig á kosningarnar að Röskva hafi málað sig pínulítið út í horn. Svona rétt eins og VG er að gera í landsmálunum. Þessi góða kosning kom mér reyndar skemmtilega á óvart. Aldrei bjóst ég við að ná inn manni í fyrstu tilraun. Þetta lýsir kannski ástandinu í skólanum. Fólk vill fá fram breytingar. Ég er samt ekki viss um hvaða breytingar. Stundum verður maður að efast um eigin tilgang og vissu. Var fólkið að kjósa Röskvu í burtu? Vill það breytt kerfi? Vill það okkur áfram? Ég held að ég geti svarað seinustu spurningunni af hreinskilni. Við viljum ekki meira en ár. Við viljum sjá þær breytingar sem við boðuðum á þessu ári og draga okkur í hlé. Stundum finnst mér fólk misskilja þessa pólitík. Sérstaklega frambjóðendur. Þetta er ekki spurningin um að vinna eða tapa. Þetta snýst um að vinna að því að bæta umhverfi stúdenta. Við megum ekki gleyma því. Sigur í ár ósigur á morgun. Ef hagsmunum stúdenta er vel borgið þá er mér sama.
Go ME!

Háttvirtur Bragi reit 03.03.03 02:21
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003