mars 31, 2003

Spurning um marktækni?

Sko ég hef ekkert á móti svörtu fólki en....
Sjáðu til ég er á móti stríði en stundum er ástan....
Veistu ég er fylgjandi umhverfisvernd en við þurfum að....
Auðvitað þurfum við sterka og góða stjórn á mennta og heilbrigðiskerfinu, það er bara að við getum líka....

Allir rétti upp hönd ef þeir eru orðnir hundleiðir á svona málatilbúningi. Þetta er einkenni loddara sem vill koma sinni skoðun að hjá þeim sem hann veit að ekki er sammála honum. Einnig eru svona setningar notaðar þegar fólk veit að skoðanir þeirra eru ekki siðferðislega verjandi.

Þess vegna hef ég ákveðið að hefja þjóðarátak í líkingu við Regnbogabörnin hans Stefáns Karls leikara. Átak gegn Loddi getur yfirskriftin verið og við getum haldið fundi, farið í skóla dreift miðum og haldið mótmæli. Þá getum við búið til svona lista yfir þjóðþekkta loddara og þar inni getum við byrjað að setja alla íslenska stjórnmálamenn. Við getum meira að segja búið til slagorð eins og áfram Ísland eða forza Italia fyrir alþjóðlega hlutann. Vá, hvað þetta verður gaman. Síðan getum við leikið okkur að því að kjósa formann og hann verður alltaf sá sami. Við getum meira að segja verið svo góð við hann að kjósa hann 98% kosningu og látið hann stjórna okkur alfarið án nokkurrar gagnrýni. Jibbí kóla. Gamana amana

Bragi reit 02:24 EH | Comments (3)

mars 27, 2003

Dormer=svefn á frönsku

Undanfarna viku hefur staðið yfir Málspekiþing uppí Háskóla. Þetta hafa verið fyrirlesarar í heimsklassa og hefur maður varla getað mætt í tíma vegna áhugans sem þinginu fylgir. Þ.e. ég lít á þessa fyrirlestra sem ágætis afsökun fyrir að mæta ekki í tíma. Ég er búinn að sækja fimm fyrirlestra á undanförnum dögum og nú um helgina er málþing til heiðurs Mikael M. Karlssyni sem kallast Mikjálsmessa. Eftir þetta stífa fyrirlestrasókn hef ég áttað mig á því hvað skemmtanagildi fyrirlesturs þarf að vera hátt til að hann sé tekinn af alvöru. Það er kannski ekki

þannig að allir leiðinlegir fyrilestrar þurfi að vera gagnslausir og án nokkurs vitræns innihalds. Þvert á móti þá geta slíkir fyrirlestrar verið ákaflega gagnlegir og haft áhrif á strauma og stefnur. Ef maður gæti haldið sér vakandi. Þetta virðist vera gríðarlega algengt að fjöldi af fólki sem mætir á þessa fyrirlestra sofi út hálfan eða heilann fyrirlesturinn. Þessu hef ég tekið eftir hjá ekki bara ungu nemunum heldur líka hjá doktorunum og prófessorunum. Þetta sefur allt í gegnum flesta fyrirlestra. Það var ein undantekning á þessu og það var fyrirlesari að nafni Stephen Neale. Hann hélt fólki alveg á nálum er hann var að útskýra stöðu málspekinnar og samanburðarhæfni og þýðingar á milli mála. Þetta fannst mér alveg magnað. Að maðurinn skuli geta talað um svona þurrt og afmarkað málefni af slíkum eldmóð og kímni. Ég held að ég hafi verið að eignast nýja hetju til að líta upp til. :)
Á öðrum nótum þá er ég að vinna að sögu sem ég ætla að birta hér á vefnum innan skamms. Mér virðist hún ætla að verða hálf sjálfsævisöguleg. Gaman að sjá hvernig það fer.

P.S. hvað heitir lögreglumaðurinn sem Al Pacino leikur í Insomnia?

Bragi reit 02:30 EH | Comments (2)

mars 26, 2003

Verðgildi lífs?

Ég ræð mér ekki fyrir kæti með þetta nýja blogg. Allt annað líf en að vera að þjösnast í þessu úrelta, leyfi ég mér að segja www.blogger.com Hef verið sakaður um að vera vinstri grænn ógeð og kommúnisti, stuðningsmaður fjöldamorða. Skrítið að útlit og vísanir geti vakið upp slíkar tilfinningar í fólki. Þetta er alltaf erfitt mál með hvenær er leyfilegt að gera annaðhvort grín að harmleik eða nýta sér útlit hans í listrænum tilgangi. Það tók okkur ekki langan tíma að byrja að hlægja að Saddam Hussein og loftárásunum á Írak í síðasta Íaksstríði. Hvenær byrjuðu South Park að gera grín að honum. Víetnamstríðið hefur ennþá ekki fyllilega þá vísun í fyndni en við erum löngu byrjuð að gera grín að Fyrri og Seinni heimsstyrjöldinni. Ég nefni sem dæmi Allo Allo og Black Adder.

Hvernig á að dæma um hvort liðinn hefur nægilegur tími til að hlutir megi vera settir í skoplegt samhengi eða þarf ákveðinn hópur manna að deyja til þess að særa ekki þeirra tilfinningar. Þ.e. hópurinn verandi hermennirnir sem börðust í stríðinu. Ég sá um daginn skets með SNL þar sem þau fögnuðu því að loksins mætti gera grín að Víetnamstríðinu. Þetta er skrítið að við virðumst velja úr harmleiki sem koma fyrir bandamenn okkar eða okkur sjálf og virðumst ófær um að henda að því gaman en þegar kemur að því að gera grín að þjóðum og hópum sem ganga í gegnum samsvarandi ógn og skelfingu þá eru þau svo fjarlæg að það virðist í lagi að gera grín að þeim. Þetta er að mínu mati innlegg í umræðuna um verðgildi mannslífa. Hvort það var Muzak sem sagði mér frá skalanum sem verðgildi mannslífa er byggður á. BNA líf og V-Evrópa+Ísrael er staðallíf = 1 Arabalönd +Suður Ameríka og Japan = 5 Afríka = 500 og stóru ríkin í Asíu = 1000.
Þetta eru sem sagt fjöldi manna sem þarf að deyja á óhefðbundinn hátt til að um það sé fjallað í vestrænum fjölmiðli.
Aftur að nýja útliti mínu á vefnum. No comment

Bragi reit 04:16 EH | Comments (1)

Að fylgja umræðunni

Umræðan á netinu virðist núna að mestu leyti snúast um stríðið í Írak. Það að fólk virðist taka stríðinu persónulega finnst mér mikil betrumbót á íslensku siðferði eða má ég kalla það stéttavitund. Heimurinn verður alltaf hálfgeðveikur í stríði og ekkert virðist ganga upp. Hvorki í daglegu lífi manna né þegar sest er við sjónvarpið í lok dagsins og horft er upp á fólk myrt í beinni útsendingu og risastórar sprengingar lýsa upp himinn landsins sem ráðist er á. Ég verð að leyfa mér að benda á nokkra hluti sem mér finnst stríðið hafa gert mér sem

manneskju og mér sem Íslending. Ég er byrjaður að finna fyrir sársauka fólksins sem þjáist út í Írak. Eitthvað sem ég hef ekki fundið fyrir frá myndefni úr öðrum stríðum. Tilfinningin sem við flest misstum sem börn við að horfa upp á börn svelta á hverjum degi í Eþíópíu er komin á ný. Ég get samsinnað mér við aðra Íslendinga í fyrsta sinn í langan tíma. Við erum meira samstiga í andstöðunni gegn stríði en ég hef áður fundið. Þetta mun ýta okkur út í þroskaferil sem ég vona að verði til góðs fyrir landið. Við munum kannski átta okkur á því að við eigum dýrmætan hlut sem heitir Ísland og við eigum ekki að leyfa einhverjum rugludöllum að eyðileggja þessa paradís með þungaiðnaði. Í þriðja lagi finnst mér ofurtrú okkar á Bandaríkjunum sem leiðtoga heimsins hafa minnkað. Við erum reið út í Bandaríkin og þau eiga það skilið.

Bragi reit 01:17 EH | Comments (2)

mars 25, 2003

Þema og þrútnir fætur

Hef verið að velta því fyrir mér hvernig bloggið mitt verður með þessu þema. Verð ég stimplaður ofukommi? Ég hlakka satt að segja mjög til þess að komast að viðbrögðum fólks. Þetta lúkk ætla ég ekki að útskýra og verður fólk að dæma fyrir sig sjálft.

hammer.jpg

Ég verð hins vegar að játa það að síðustu daga og mánuði... OK ég hef ekki verið duglegasti...

blogger á landinu. En ég er að komast að því að við getum kennt blogger um mest af þeirri staðreynd. Þetta Movable Type er snilld. Ég held að ég hafi aldrei unnið með neitt svæði sem útskýrir sig jafn hratt og virkar svona vel. Go Movable Type..... Go Me

Bragi reit 01:05 EH | Comments (5)

Félagar

Ég hef nú breytt um veffang og um leið gert breytingar á síðunni. Þemað er klassískt og vil ég þakka honum Jósa fyrir að umbera breytingaþörf mína. Takk til Bjarna fyrir að vista mig. Þetta er ekki alveg tilbúið en svo gott sem.
Fram þjáðir....

hammer.jpg
Bragi reit 12:12 FH | Comments (2)

mars 24, 2003

Ritskoðun

Vá greinilega ekki siðugt að andmæla Búss í beinni. sjáið hér ég kemst ekki inn á síðuna hans Michael Moore í dag!

Bragi reit 01:50 EH | Comments (1)

mars 23, 2003

Mögnuð lesning

Hún Vala vinkona benti mér á bréf sem Michael Moore sendi Búss við upphaf stríðsins. Þetta er með betri skotum sem hefur verið beint að einæðisherranum í Wossingtun. En á öðrum nótum vil ég hvetja fólk til að faðmast meira. Þetta er iðja sem er vanmetin og hefur í för með sér mikla vellíðan og treystir vináttu.

Bragi reit 12:52 EH | Comments (1)

mars 19, 2003

Ég og Áki

Ég hef vegna megnrar andstöðu minnar við stríðsrekstur Bandaríkjamanna ákveðið að mæta ekki á Óskarsverðlaunahátíðina í ár. Þetta geri ég að yfirveguðu máli og hvet aðra sem þangað hafa verið boðnir að gera hið sama. Undirritað Bragi Skaftason

Bragi reit 04:24 EH | Comments (1)

mars 18, 2003

48 hours

Núna hefur Saddam fengið 48 tíma frest til að fremja harakiri. Þessi taktík Búss hefur vakið með mér tilfinningar sem ég hef ekki fundið fyrir síðan hetjan okkar allra Chiraq Frakklandsforseti fyrirskipaði kjarnorkutilraunasprengingar á Kyrrahafinu. Ég hef hingað til ekki getað fundið í neinum þjóðarleiðtoga þá traustu manneskju sem hægt er að hugsa til með því trausti og velþóknun sem okkur er nauðsynlegt. Eingöngu er um að ræða vonbrigði og er Búss kannski kóngur vonbrigðanna þó að til hans hafi ég aldrei bundið einhverjar vonir. Harold Pinter komst vel að orði þegar hann sagði að við værum að frelsa íbúa Íraks undan harðstjóra með því að stráfella þá. Ég mun biðja í nótt. Eitthvað sem ég hef aldrei gert áður. Ég er ekki trúaður maður en í kvöld verð ég að vona að til sé eithvað afl í þessum heimi sem getur stöðvað þessa vitleysu, brjálsemi. Ég vona að þið sem þetta lesið getið samsamað ykkur við þjáningar þær sem íraska þjóðin á í vændum og hjálpið til við að grafa undan því ríki sem að þjáningunum stendur. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að sneiða hjá Bandarískum vörum á meðan stríðinu stendur og bið ykkur um að gera hið sama. Við getum lítik áhrif haft á úrvindu þessa stríðs en með samhentu átaki er mögulegt að láta þá vita af óánægju okkar með því að rýra veskin þeirra.
Með von um frið
Bragi Skaftason

Bragi reit 02:11 FH | Comments (2)

mars 17, 2003

Mér finnst það bara hreint

Mér finnst það bara hreint hneyksli að Bé skuli ekki vera allra fremst í stafrófinu. Þetta er orðið óþolandi að vera alltaf flokkaður með hinu b-fólkinu. Þar sem ég hef hingað til heitað Bragi get ég ekki lengur setið á mér undir þessum A fasisma. Hef ég látið skera upp nafnið og mun ég nú héðan í frá vera kallaður AAAAAABragi til að koma í veg fyrir allan misskilning þá vil ég einnig benda á það að ef einhver reynir að troða sér framar í stafrófið þá hef ég gaman af því að brjóta hnéskeljar............

Bragi reit 04:58 FH | Comments (2)

mars 13, 2003

Ætla að fara að klára

Ætla að fara að klára þetta verkefni svo ég geti byrjað að lifa lífinu eins og eðlilegt fólk. Samt verð ég að játa það að ritstíflur eins og sú sem ég er búinn að lenda í upp á síðkastið eru algerlega manni sjálfum að kenna. Allavegana þá er ég viss um að mér gengur betur með svona Pollíönu attitjútt. GO ME!

Bragi reit 04:57 EH | Comments (0)

mars 12, 2003

Ritstífla

Enginn getur skilið þá ritstíflu sem ég er búinn að festa sjálfan mig í. Hvernig er það, eru ekki til einhver námskeið sem díla við svona vandamál. Annars þá hefur maður verið að fylgjast með þessari Baugur hatar Davíð umræðu og mér finnst allir vera löngu búnir að missa sjónar á raunverulega vandamálinu í öllu fjölmiðlafarganinu. Og hvert er hið raunverulega mál? Ég þykist ekkert vera meiri maður en hinir en ég get sagt ykkur eitt. Það skiptir engu máli hver er að segja satt í öllu þessu máli. Sannleikurinn er það afstæður þegar allar sannanir vantar að ef við einblínum á hann á hann eftir að villa okkur sýn. Það sem við þurfum er þekkingarfræðilega úttekt á orðræðunni frá byrjun. GO ME!!

Bragi reit 06:14 EH | Comments (0)

mars 03, 2003

Jibbí

Jæja, þá er sigurinn í höfn. Við háskólalistafólk erum búin að fagna okkar árangri og samgleðjast sigurvegurunum og þykja vænt um þá sem eiga um sárt að binda. Þetta er hins vegar bara fyrsta skrefið í átt til aukins lýðræðis í háskólanum. Við vonum svo sannarlega að okkar mál verði tekin alvarlega á fundum í ár og Vaka standi nú við stóru orðin um samstarf í stúdentaráði. Eftir á að hyggja þá líst mér þannig á kosningarnar að Röskva hafi málað sig pínulítið út í horn. Svona rétt eins og VG er að gera í landsmálunum. Þessi góða kosning kom mér reyndar skemmtilega á óvart. Aldrei bjóst ég við að ná inn manni í fyrstu tilraun. Þetta lýsir kannski ástandinu í skólanum. Fólk vill fá fram breytingar. Ég er samt ekki viss um hvaða breytingar. Stundum verður maður að efast um eigin tilgang og vissu. Var fólkið að kjósa Röskvu í burtu? Vill það breytt kerfi? Vill það okkur áfram? Ég held að ég geti svarað seinustu spurningunni af hreinskilni. Við viljum ekki meira en ár. Við viljum sjá þær breytingar sem við boðuðum á þessu ári og draga okkur í hlé. Stundum finnst mér fólk misskilja þessa pólitík. Sérstaklega frambjóðendur. Þetta er ekki spurningin um að vinna eða tapa. Þetta snýst um að vinna að því að bæta umhverfi stúdenta. Við megum ekki gleyma því. Sigur í ár ósigur á morgun. Ef hagsmunum stúdenta er vel borgið þá er mér sama.
Go ME!

Bragi reit 02:21 FH | Comments (0)