mar. 03, 2003

Dormer=svefn á frönsku

Undanfarna viku hefur staðið yfir Málspekiþing uppí Háskóla. Þetta hafa verið fyrirlesarar í heimsklassa og hefur maður varla getað mætt í tíma vegna áhugans sem þinginu fylgir. Þ.e. ég lít á þessa fyrirlestra sem ágætis afsökun fyrir að mæta ekki í tíma. Ég er búinn að sækja fimm fyrirlestra á undanförnum dögum og nú um helgina er málþing til heiðurs Mikael M. Karlssyni sem kallast Mikjálsmessa. Eftir þetta stífa fyrirlestrasókn hef ég áttað mig á því hvað skemmtanagildi fyrirlesturs þarf að vera hátt til að hann sé tekinn af alvöru. Það er kannski ekki

þannig að allir leiðinlegir fyrilestrar þurfi að vera gagnslausir og án nokkurs vitræns innihalds. Þvert á móti þá geta slíkir fyrirlestrar verið ákaflega gagnlegir og haft áhrif á strauma og stefnur. Ef maður gæti haldið sér vakandi. Þetta virðist vera gríðarlega algengt að fjöldi af fólki sem mætir á þessa fyrirlestra sofi út hálfan eða heilann fyrirlesturinn. Þessu hef ég tekið eftir hjá ekki bara ungu nemunum heldur líka hjá doktorunum og prófessorunum. Þetta sefur allt í gegnum flesta fyrirlestra. Það var ein undantekning á þessu og það var fyrirlesari að nafni Stephen Neale. Hann hélt fólki alveg á nálum er hann var að útskýra stöðu málspekinnar og samanburðarhæfni og þýðingar á milli mála. Þetta fannst mér alveg magnað. Að maðurinn skuli geta talað um svona þurrt og afmarkað málefni af slíkum eldmóð og kímni. Ég held að ég hafi verið að eignast nýja hetju til að líta upp til. :)
Á öðrum nótum þá er ég að vinna að sögu sem ég ætla að birta hér á vefnum innan skamms. Mér virðist hún ætla að verða hálf sjálfsævisöguleg. Gaman að sjá hvernig það fer.

P.S. hvað heitir lögreglumaðurinn sem Al Pacino leikur í Insomnia?

Háttvirtur Bragi reit 27.03.03 14:30
Háttvirtir rituðu:

Til hamingju med nyju siduna, islensku stafirni eru nu samt eitthvad rugladir er thad ekki?
svo er enginn linkur a mig vinurinn!!
Buinn ad gleyma uppahaldsvinkonu thinni?
buhuhu..

Athugasemd eftir valan reit 30.03.03 21:03

online casinos,
winning online casinos,
online casinos,
casinos online,
online casinos,
online casinos,

Athugasemd eftir online poker rooms reit 20.04.06 09:15
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003