mar. 03, 2003

Að fylgja umræðunni

Umræðan á netinu virðist núna að mestu leyti snúast um stríðið í Írak. Það að fólk virðist taka stríðinu persónulega finnst mér mikil betrumbót á íslensku siðferði eða má ég kalla það stéttavitund. Heimurinn verður alltaf hálfgeðveikur í stríði og ekkert virðist ganga upp. Hvorki í daglegu lífi manna né þegar sest er við sjónvarpið í lok dagsins og horft er upp á fólk myrt í beinni útsendingu og risastórar sprengingar lýsa upp himinn landsins sem ráðist er á. Ég verð að leyfa mér að benda á nokkra hluti sem mér finnst stríðið hafa gert mér sem

manneskju og mér sem Íslending. Ég er byrjaður að finna fyrir sársauka fólksins sem þjáist út í Írak. Eitthvað sem ég hef ekki fundið fyrir frá myndefni úr öðrum stríðum. Tilfinningin sem við flest misstum sem börn við að horfa upp á börn svelta á hverjum degi í Eþíópíu er komin á ný. Ég get samsinnað mér við aðra Íslendinga í fyrsta sinn í langan tíma. Við erum meira samstiga í andstöðunni gegn stríði en ég hef áður fundið. Þetta mun ýta okkur út í þroskaferil sem ég vona að verði til góðs fyrir landið. Við munum kannski átta okkur á því að við eigum dýrmætan hlut sem heitir Ísland og við eigum ekki að leyfa einhverjum rugludöllum að eyðileggja þessa paradís með þungaiðnaði. Í þriðja lagi finnst mér ofurtrú okkar á Bandaríkjunum sem leiðtoga heimsins hafa minnkað. Við erum reið út í Bandaríkin og þau eiga það skilið.

Háttvirtur Bragi reit 26.03.03 13:17
Háttvirtir rituðu:

stephen cooper
penny stocks
stock market investing news search
http://www.investmystock.com
http://www.investmystock.com

Athugasemd eftir stock market investing reit 21.03.05 22:59

online casinos,
winning online casinos,
online casinos,
casinos online,
online casinos,
online casinos,

Athugasemd eftir online poker rooms reit 20.04.06 09:18
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003