mar. 03, 2003

48 hours

Núna hefur Saddam fengið 48 tíma frest til að fremja harakiri. Þessi taktík Búss hefur vakið með mér tilfinningar sem ég hef ekki fundið fyrir síðan hetjan okkar allra Chiraq Frakklandsforseti fyrirskipaði kjarnorkutilraunasprengingar á Kyrrahafinu. Ég hef hingað til ekki getað fundið í neinum þjóðarleiðtoga þá traustu manneskju sem hægt er að hugsa til með því trausti og velþóknun sem okkur er nauðsynlegt. Eingöngu er um að ræða vonbrigði og er Búss kannski kóngur vonbrigðanna þó að til hans hafi ég aldrei bundið einhverjar vonir. Harold Pinter komst vel að orði þegar hann sagði að við værum að frelsa íbúa Íraks undan harðstjóra með því að stráfella þá. Ég mun biðja í nótt. Eitthvað sem ég hef aldrei gert áður. Ég er ekki trúaður maður en í kvöld verð ég að vona að til sé eithvað afl í þessum heimi sem getur stöðvað þessa vitleysu, brjálsemi. Ég vona að þið sem þetta lesið getið samsamað ykkur við þjáningar þær sem íraska þjóðin á í vændum og hjálpið til við að grafa undan því ríki sem að þjáningunum stendur. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að sneiða hjá Bandarískum vörum á meðan stríðinu stendur og bið ykkur um að gera hið sama. Við getum lítik áhrif haft á úrvindu þessa stríðs en með samhentu átaki er mögulegt að láta þá vita af óánægju okkar með því að rýra veskin þeirra.
Með von um frið
Bragi Skaftason

Háttvirtur Bragi reit 18.03.03 02:11
Háttvirtir rituðu:

Free ringtonesCool ringtonesringtonesringtonepolyphonic ringtonesFree nokia ringtonesnextel ringtones

Athugasemd eftir polyphonic ringtone reit 17.02.05 02:17

online casinos,
winning online casinos,
online casinos,
casinos online,
online casinos,
online casinos,

Athugasemd eftir online poker rooms reit 20.04.06 09:26
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003