feb. 02, 2003

Stimpilgjöld

Mér finnst alveg magnað hvernig Vaka er að reyna að mála Háskólalistann út í horn sem eitthvað Vg afl sem klýfur sig út úr Röskvu. Ekki man ég eftir að hafa nokkurn tíma tekið þátt í neinu starfi Röskvu og í raun hefur það aldrei komið til greina hjá mér þar sem álit mitt er að hugmyndafræði þessara tveggja hópa er þurrausin. Hvað Vg stimpilinn varðar svarar hann sér sjálfur með fjölda Framsóknar- Samfylkingar og Sjálfstæðismanna sem starfa innan Háskólalistans þó ungur sé.
Kannski væri réttara að segja að aðferðafræði hreyfinganna tveggja sé sér í lagi úr sér gengin. Það að berjast á vinstri hægri ásnum fyrir hagsmunamálum stúdenta finnst mér rétt að ákveðnu leyti. En þegar sú barátta kemur niður á stúdentum í sundurleitri stjórn sem varla talast við hundsar stefnumál og tillögur minnihlutans af þeirri einu ástæðu að meirihlutinn er við stjórnvölinn, þá þarf að stokka spilin og gefa upp á nýtt.
Hvað fundinn í gær varðar er ég hæstánægður með hann. Stefnumálin voru vel útskýrð og sé ég að nefndarvinnan hefur farið skynsamlega fram og vinna þeirra sem þær sátu mikil. Ekki að furða þar sem við þurfum að vinna upp tuga ára vinnu fjölda Vöku og Röskvu fólks. Sýnist að við höfum náð langt á tveimur vikum.
Skemmtilegt að sjá tillögur Deiglumanna um forystumann listans. Alltaf gaman að heyra svona dylgjur á Deiglunni. Annars var ég að heyra út undan mér að listakynningin okkar hefði farið fram á Kaffi Nauthól í gærkvöldi. Gaman væri að heyra frá einhverjum sem mætti hvort ég hefði verið nefndur á lista.

Háttvirtur Bragi reit 04.02.03 17:13
Háttvirtir rituðu:
Hjarta mitt gleðst ef ritar þú:

Muna eftir mér?Frá 25. apríl 2003